Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 14

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 14
Guðni Thorlacius Jóhannesson Mynd 6. Við veiðar í Hvalfirði. Þegar mest var voru yfir hundrað síidarbátar samtímis í firðinum. ur standa fram úr ermum. Sveinn Benedikts- son sendi hraðskeyti norður: „Feikna sfld- veiði í Hvalfirði í dag áríðandi hraða lönd- un.“63 Yfirumsjón með síldarflutningunum hvíldi að mestu leyti á herðum Sveins. „Það var óskaplega mikið um að vera og hann var drif- fjöðurin í þessu,“ segir Sigurður Jónsson sem var viðskiptaframkvæmdastjóri SR um þetta leyti.64 Sveinn átti sæti í fyrstu stjórn SR árið 1930, varð stjórnarformaður árið 1944 og gegndi því embætti til ársins 1977. Hann var eitt sinn spurður að því hvenær annríki hans hefði verið mest og þá svaraði hann: „Það var veturinn 1947-48 í sambandi við flutninga á Hvalfjarðarsfldinni til Siglufjarðar.“65 Eftir veiðihrotuna í nóvemberlok lengdist aftur tíminn sem fór til spillis í bið eftir lönd- un í Reykjavfk. Pess vegna var ákveðið, eins og veturinn á undan, að láta stærstu sfldveiði- skipin sigla sjálf með aflann norður.66 Þegar fullveldisdagurinn rann upp höfðu 19 flutningaskip farið 38 ferðir frá Reykjavík með rúm 94.000 mál innanborðs. Flest höfðu náð að fara tvær ferðir, sum þrjár, en önnur aðeins eina. Mestu munaði um Fjallfoss Eim- skipafélagsins sem flutti rúm 22.000 mál í hverri ferð. Selfoss var lfka tekinn í sfldar- flutninga. Og 3. desember lagði True Knot af stað norður, hlaðið rúmum 35.000 málum.67 Eimskipafélagið hafði milligöngu um að leigja þetta öfluga flutningaskip úr stríðinu. Það jók flutningsgetuna stórum og 8. desember sam- þykkti stjórn SR að taka það og tvö systur- skip þess, Knob Knot og Salmon Knot, á leigu til lengri tíma.68 Ekki verður þó séð að síðastnefnda skipið hafi farið í sfldarflutn- inga. Fyrir utan þá síldveiðibáta, sem sigldu sjálfir með aflann eða hluta hans norður, tóku yfir 20 skip þátt í sfldarflutningunum um lengri eða skemmri tíma. Ekki er unnt að full- yrða að þetta sé tæmandi listi yfir þau, en lík- lega mun í mesta lagi vanta 2-3 skip á hann: Akraborg, Banan, Bjarki, Eldborg, Eyfirð- ingur, Fanney, Fjallfoss, Grótta, Hel, Helgi, Hrímfaxi, Huginn, Knob Knot, Ólafur Bjarnason, Pólstjarnan, Selfoss, Siglunes, Sindri, Snæfell, Súðin, Sverrir, Sæfell og True Knot; samtals 23 skip.69 Flutningaskipin voru hlaðin til fulls og þau þurftu að sigla viðsjárverða leið, norður og austur fyrir Horn, þegar allra veðra var von. Einu skipi, Snæfelli, hafði einmitt hlekkst á við Öndverðarnes í marsbyrjun 1947 með sfld úr Kollafirði. Farmurinn kastaðist út í aðra síðuna og hallaðist skipið verulega. Komst það við illan leik inn á Beruvik.70 Sama kom fyrir True Knot í fyrstu ferð skipsins norður. Það var í ólgusjó út af Barða við Önundar- fjörð 4. desember þegar mikil slagsíða kom á það. Nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson og Surprise frá Hafnarfirði fylgdu skipinu til Patreksfjarðar og lá það þar í nokkra daga. Hluti farmsins var fluttur í önnur skip sem sigldu til Siglufjarðar, öðrum hluta var komið fyrir á ný eftir að gert hafði verið við brotin skilrúm og einhverju af síldinni var landað til vinnslu í verksmiðjunni á staðnum. True Knot lagði svo úr höfn og komst loks til Siglufjarð- ar að kvöldi 13. desember.71 í febrúarbyrjun 1948 fékk Súðin á sig brot- sjó út af Hornvík þegar skipið var á leið til Siglufjarðar með sfld og þegar verið var að fara með síðasta síldarfarm vetrarins norður varð enn óhapp; í ofviðri 18. mars brotnuðu skilrúm í pólska leiguskipinu Hel grunnt und- an Akranesi, síldin kastaðist til, vélin drap á sér og skipið hrakti að landi undan veðri og vindum. Varðskipinu Ægi tókst að koma taug í það áður en í óefni fór og draga til Reykja- víkur.72 Sfldveiðibátarnir voru einatt drekkhlaðnir eins og skipin sem voru í flutningunum og var 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.