Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 56

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 56
Björn Bjarnason felast í reglubundnum heræfingum í landinu. Sumarið 1995 var í fyrsta sinn æft með sprengjuflugvélum. Pá höfðu menn einkum áhyggjur af þvf, að lágflug þeirra yfir hálend- ið myndi styggja ferðamenn. Fámennur hóp- ur herstöðvaandstæðinga fór akandi til mót- mæla við Keflavíkurflugvöll. Af myndum mátti ráða, að þar væru þeir á ferð, sem hafa verið ákafastir í andstöðu sinni við dvöl varn- arliðsins í tvo til þrjá áratugi. Er ljóst, að þessi pólitíska hreyfing hefur staðnað fyrir 1978 bæði að því er stefnu, þátttöku og baráttuað- ferðir varðar. Mynd 1. Þorsteinn Sæmundsson afhendir undirskrifta- iista Varins lands í Alþingishúsinu. Til hægri á myndinni eru Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson forseti sameinaðs Alþingis. Á Alþingi er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru, hvort viðhalda eigi varnar- samningnum við Bandaríkin. Sjónarmið þeir- ra, sem vilja halda áfram varnarsamstarfinu, ráða ferðinni. Hið sama kemur í ljós, þegar litið er til aðildarinnar að Atlantshafsbanda- laginu (NATO). Andstaða við hana er til málamynda, sé um hana að ræða. Vegna átak- anna í Júgóslavíu fyrrverandi ákvað NATO sumarið 1993 í fyrsta sinn í sögu sinni að beita vopnum. Pessi sögulega ákvörðun var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis og var ekki ágreiningur um hana þar. Enn er það til marks um upprætingu gam- alla flokkadrátta um íslensk öryggismál, að vorið 1994 fóru fulltrúar allra flokka í utan- ríkismálanefnd Alþingis í heimsókn til Was- hington. Var það í fyrsta sinn, sem efnt var til slíkrar farar, enda hefði hún verið óhugsandi fyrir fáeinum árum. Ekki eru nema 17 ár síð- an utanríkisráðherra Alþýðuflokks í ríkis- stjórn með Alþýðubandalagi sagðist ekki mundu ræða öryggis- og varnarmál í ríkis- stjórninni, hvað þá heldur í utanríkismála- nefnd Alþingis. í Washington-ferðinni var ekki aðeins farið til fundar við bandaríska þingmenn, heldur einnig rætt við embættis- menn í varnarmálaráðuneytinu, utanríkis- ráðuneytinu og öryggisráði Bandaríkjafor- seta. Bar varnar- og öryggismál þar auðvitað á góma. Lífseigasta deiluefnið, sem tengist varnar- samstarfinu við Bandaríkin, snýst um það, hvort hér á landi séu eða hafi verið kjarn- orkuvopn. Hefur þetta hvað eftir annað orð- ið þrætuepli í umræðum um öryggi landsins. Stefna íslands varðandi slík vopn var kynnt í bréfi frá 1. febrúar 1958 frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra til Nikolajs Búlganíns, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Par segir, að á Islandi verði ekki leyfðar stöðvar fyrir önnur vopn en þau, sem íslend- ingar telja nauðsynleg landi sínu til varnar. Um kjarnorku- eða eldflaugastöðvar á íslandi hafi aldrei verið rætt og engin ósk komið fram um slíkt. Pessi umrnæli íslenska forsætisráð- herrans eru ekki síst merkileg í ljósi þeirra umræðna, sem orðið hafa í Danmörku síðustu vikur og mánuði, um að danski forsætisráð- herrann á þessum tíma, H. C. Hansen, hafi með þögn sinni, um svipað leyti og þetta bréf Hermanns var ritað, samþykkt, að Banda- ríkjamenn færu með kjarnorkuvopn til Græn- lands. Pegar kjarnorkuslysið varð í Thule-stöð- inni á Grænlandi 1968, urðu töluverðar um- ræður um kjarnorkuvopn og ísland. Síðan hafa þær verið endurteknar öðru hverju, án þess að nokkru sinni væri bent á, að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt slík vopn í landinu eða Bandaríkjamenn laumast með þau inn í landið. Tilefni deilnanna hafa verið sérkenni- leg, til dæmis að landgönguliðar á Keflavíkur- flugvelli ættu að starfa eftir handbók, sem kenndi mönnum að fara með kjarnorkuvopn eða bregðast við hættu af þeim. Nú síðast hef- ur verið reynt að endurvekja kjarnorku- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.