Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 71
Siðferðilegar
fyrirmyndir á 19. öld
ágætlega í sjálfsævisögu sinni livernig kvöld-
vökurnar fóru fram. Þar drepur hann á hið
nána samspil vinnu og menntunar og bætir
síðan við hvaða tilfinningar lesefnið hrærði í
brjóstum fólksins:
Þegar lesarinn tók sér hvfld, tóku menn
venjulega til máls urn sögurnar og hetjur
þeirra og dærndu um þær frá ýmsum sjón-
armiðum, oft af furðulegri skarpskyggni og
dómgreind, jafnt konur sem karlar. Þetta
var skynsamt fólk og andlega óþreytt og
gat oft sett sig inn í sálarlíf söguhetjanna af
mikilli nærfærni og næmleik. Þó var líf þess
aðallega sífelld þrælkun frá nrorgni til
kvölds.44
Þessi nálægð við lesefnið skipti sköpum fyrir
börn og fullorðna. Skilningur þeirra og til-
finning fyrir sögunum og innihaldi þeirra
hafði úrslitaáhrif á uppeldisgildi þessara bók-
mennta.
Annar sjálfsævisöguritari, Sæmundur Dúa-
son (f. 1889), hafði þetta að segja unt áhrif
fornmenntanna á æsku sína:
Það mætti vel vera, að allur þessi lestur og
rímnakveðskapur hafi haft nokkur áhrif á
skapgerð mína og viðhorf til líðandi stund-
ar. Þetta var á þeim tímum, þegar fólk var
ekki að rengja efni sagnanna, þó að stór-
kostlegustu ýkjurnar væru ekki af öllum
teknar alvarlega. Að minnsta kosti margt
af því, sem ég las, var mér blákaldur veru-
leiki.45
En Sæmundur lét ekki hér við sitja heldur
gerði tilraun til að meta að hvaða leyti sög-
urnar höfðu áhrif á hann og hvers konar fyr-
irmyndir þær veittu:
Nógu var úr að velja, ef maður hefði viljað
reyna að semja sig að háttum ágætra
manna. Að hinu leytinu var ekki heldur
skortur eða hörgull á vondum dæmum til
að varast.46
Og Sæmundur heldur áfram með frásögn
sína:
Þó að ég minnist þess ekki, að ég reyndi
blátt áfram að apa eftir söguhetjunum, þá
er hitt víst, að ég dáði þær söguhetjur, sem
mestan sýndu manndóm í hvívetna. Að
sama skapi hafði ég andúð á hinurn, sem
mest voru löðurmenni, mönnum sem
aldrei mátti treysta og alltaf þurftu eitt-
hvað illt að láta af sér leiða. Siðspeki sagn-
anna var oftar en hitt afdráttarlaus. Þannig
var því aftur á móti naumast alltaf farið um
siðalærdóminn í kveri Helga Hálfdánar-
sonar, sem börnum var gert að læra fyrir
fermingu.47
Mynd 9.
Ólafur pá, Gunnará
Hlíðarenda, Gísli
Súrsson, Hallur af
Síðu, Bergþóra eða
Guðrún Ósvífursdóttir:
Hvert þeirra ætli hafi
verið f mestu uppá-
haldi hjá þessum
ungmennum?
69