Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 81

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 81
Almenna bænarskráin, tveggja alda afmæli norður- og austuramti til Rentukammers síð- sumars 1796, vesturamtseintakið þá um haustið og suðuramtseintakið ekki fyrr en vorið 1797.17 Frumkvöðlar bænarskrárinnar kornu henni út á prenti í Kaupmannahöfn í byrjun ársins 1797. Þar eru í lokin taldir upp allir sýslu- rnenn og prófastar í hinum þrem ömtum landsins, sem höfðu ýmist skrifað undir bæn- arskrána sjálfir eða gefið öðrurn bein eða óbein umboð til þess. Voru það samtals 29 af þeim 39 mönnum sem fóru með embætti sýslunranna og prófasta árið 1795. Miðað við það fylgi, sem bænarskráin virðist hafa haft meðal landsmanna það ár, eru þetta sjálfsagt engar ýkjur, þó að sú fylking tæki nokkuð að riðlast er á reyndi.11* Viðbrögð í Kaupmannahöfn við bænarskránni Það stóð ekki á viðbrögðum við almennu bænarskránni og álitsgerð Stefáns Þórarins- sonar. Þrjú svarrit kaupmanna komu út þegar árið 1797, og Magnús Stephensen og Stefán Þórarinsson svöruðu árið eftir. Þannig hélt svo rimman áfrant fram á árið 1799. A þess- um árum komu út ellefu bækur og bæklingar í tilefni af bænarskránni, auk ritdóma í tíma- ritum.1'' Flest voru þetta deilurit, sem drógu dám af stóryrtu orðalagi bænarskrárinnar og því sem gekk og gerðist í ritdeilunr í Dan- mörku um þessar mundir, en aðeins í fáeinuin þeirra var gætt hófs í orðavali. Þessi harðorðu skoðanaskipti voru dæmigerð fyrir það fulla prentfrelsi sem hin frjálslynda og umbóta- sinnaða ríkisstjórn, er komst til valda árið 1784, lét viðgangast. Með prentfrelsinu skyldi stuðlað að því, að skoðanir málsmetandi manna og alnrenningsálitið næðu eyrum þjóð- höfðingjans og ráðgjafa hans. En þetta var í anda upplýsingarstefnunnar sem ýmsir helstu ráðamenn þessarar stjórnar aðhylltust og hugmynda þeirra urn menntað einveldi. Og það var einmitt líka í anda þessara hugmynda sem frumkvöðlar almennu bænarskrárinnar gáfu hana og fylgiskjöl hennar út á prenti. Andreas Peter Bernstorff var aðalleiðtogi þessarar ríkisstjórnar allt frá 1784 og til dauðadags sumarið 1797. Friðrik krónprins, sem fór eins og fyrr segir með konungsvaldið en var mjög ungur að árum, óreyndur og lítt menntaður, lét Bernstorff lengst af ráða ferð- inni. Krónprinsinn var að vísu hlynntur ýms- um þeim umbótum sem ríkisstjórnin hafði gengist fyrir, svo sem afnámi bændaánauðar- innar í Danntörku, og ntikið orð fór af sam- viskusemi hans, hjartagæsku og samúð með lítilmagnanum. Hann var hins vegar mótfall- inn öllum breytingum sem skert gætu einveld- ið á nokkurn hátt. Menntað einveldi átti þess vegna ekki sérlega mikil ítök í honum, eins og kom fljótlega í ljós er völd hans jukust eftir fráfall Bernstorffs. Prentfrelsið fór t.d. mjög fyrir brjóstið á Friðriki krónprinsi eða það sem hann kallaði misnotkun þess, svo senr gagnrýni á einveldið og ýmsar stofnanir jress, hvað þá lofskrif um mannréttindayfirlýsing- una frönsku og byltinguna, sem hann hataði af öllu hjarta og allt sem bar keim af henni. Svo fór líka að hann takmarkaði prentfrelsið til muna með konunglegri tilskipun haustið 1799.20 Þegar þetta er haft í huga, er ekki við öðru að búast en krónprinsinn liti á útgáfu bænar- skrárinnar og álitsgerðir Stefáns og Vibes sem eitt dæmið af mörgum um misnotkun prent- frelsisins, og það því fremur sem sjálfir emb- ættisnrenn landsins stóðu að henni. Ekki Mynd 2. Stefán Þórarinsson 1754-1823. Amtmaður í norður- og austuramti frá 1783 til æviloka. Meðhöfundur og líklega aðalfrum- kvöðull almennu bænarskrárinnar. Hann lét ekki nægja að fylgja henni úr hlaði með kjarnyrtri álitsgerð til konungs en bætti um betur með annarri álíka mergjaðri til Rentukammersins. Friðrik krónprins sá þvi ástæðu til að senda Stefáni sérstakt konunglegt skammabréf til við- bótar þeim þeinu átölum sem honum voru veittar i úrskurðinum um bænarskrána. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.