Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 15

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 15
Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 þá vitaskuld nokkur hætta á ferðum. Eitt sinn kastaði Keilir frá Akranesi framan við Kata- nes í Hvalfirði og fékk risakast; hann var orð- inn vel hlaðinn svo byrjað var að láta aflann um borð í Ásbjörn frá ísafirði. Eessir bátar voru þá saman með nót. En spilið í Ásbirni bilaði og því var ákveðið að láta enn meira í Keili. Var síðan haldið samskipa til Reykja- víkur. Valgarður L. Jónsson, vélstjóri á Ás- birni, minnist þess að þegar komið var út fyr- ir Hvalfjörð var mikil kvika, „óþverrasjór“, og eftir nokkra stund voru engin úrræði önn- ur en að moka síld af dekkinu á Keili aftur í sjóinn. F>á fóru a.m.k. hundrað mál, að sögn Valgarðs.” Þetta var alls ekki einsdæmi. í jan- úar 1948 réð Karl Ormsson sig á Laxfoss sem var í strandferðum milli Borgarness, Akra- ness og Reykjavíkur. Hann segist þá hafa átt gott með að fylgjast með veiðunum í Hval- firði: Þegar vestan bálviðri voru sættu bátar lagi að sigla beint út úr Hvalfirði, stundum út í Faxaflóa, og sættu lagi að komast á lens til að sem minnst færi í sjóinn af dekklestinni. Stundum sá maður báta sem beygðu sem fyrst til Reykjavíkur og reyndist þá stund- um verða lítið eftir á dekki er komið var í var undir eyjar.74 Félagar í Slysavarnadeildinni Ingólfi gagn- rýndu ofhleðslu síldveiðiskipa á aðalfundi sínum í febrúar 1948 og töldu sjómenn vera allt of kærulausa um öryggi skipanna.75 En flaut á meðan ekki sökk; sjómenn sinntu því helst að afla sem mest og þótt þeir tefldu stundum á tvær hættur drukknaði enginn á Hvalfjarðarvertíðinni. Oft mátti þó litlu muna, eins og dæmin af flutningunum til Siglufjarðar sýna, og vissulega urðu einnig óhöpp við veiðarnar sjálfar. í illviðrum misstu fjölmörg skip nótabáta sína og þá rak á fjörur þar sem þeir brotnuðu í spón.76 í ársbyrjun 1947 rak nótabát Stefnis frá Hafnarfirði í land við Hvammshöfða í Hvalfirði, en höfðinn er í raun umflotin eyja. Báturinn mölbrotnaði og þeir, sem höfðu verið í honum, höfðust við kaldir og hraktir uns Rifsnes kom til bjargar. Veiðidaginn mikla, 25. nóvember 1947, var Ásmundur frá Akranesi á leið til Reykjavíkur með fullfermi þegar mikill leki kom að skip- inu. Sjó var dælt af kappi úr því og síld fleygt fyrir borð og illt að sjá hvernig farið hefði ef dráttarbáturinn Magni hefði ekki komið á vettvang í tæka tíð og dregið skipið til hafnar. Mikið hvassviðri brast á 14. desember; þá rak Skjöld frá Siglufirði og ísbjörn frá ísafirði á land við Katanes og skemmdust báðir mikið. Daginn eftir strandaði Auður frá Akureyri milli Viðeyjar og Gufuness, brotnaði nokkuð en komst á flot af sjálfsdáðum. Þorsteinn og Freyja strönduðu við Kjalarnes 21. desember en skemmdust ekki. Og á nýársdag 1948 sökk Andvari RE við Grandagarð með um 1.200 mál síldar um borð. Hann náðist á flot tíu dögum síðar.77 Mynd 7. „Skipin lágu í tugatali við allar bryggjur. Margfaldar raðir voru af bátum - hver utan á öðrum - bærinn breyttist úr rólegum bæ i fjölmenna borg. “ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.