Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 87
Að byggja sér veldi
embættisins árið 1919 til dauðadags 1950.
Arið 1915 var þó formið sem hafði náð sér á
strik í byggingum skyndilega nánast úrelt, því
timbri var þá að mestu hafnað í byggingar-
samþykkt Reykjavíkur. Um vorið hafði orðið
stórbruni í miðbænum, fjöldi timburhúsa orð-
ið eldi að bráð og heitar umræður spunnist
um byggingarhætti og skipulag.12 Eftir þetta
réð steinsteypan ríkjum. Sum elstu stein-
steypuhúsin voru byggð eftir svip stein-
hleðsluhúsa erlendra húsameistara og fylgdu
þannig húsasmiðir að nokkru leyti þeirri er-
lendu fyrirmynd sem til var í landinu.13
Þúsund ára afmælishátíð Alþingis var vart
liðin þegar menntaðir arkitektar tóku að teikna
og hanna steypt nútímahús. Nokkrir arkitekt-
ar hösluðu sér þá völl í höfuðstaðnum og
brátt fylltu þeir tuginn. Sigurður Guðmunds-
son hafði komið til starfa árið 1926 en á fjórða
áratugnum bættust í hópinn Gunnlaugur
Halldórsson, Ágúst Pálsson, Einar Sveinsson,
Bárður ísleifsson, Eiríkur Einarsson, Hörður
Bjarnason, Halldór Jónsson, Þór Sandholt og
Þórir Baldvinsson.14 Arkitektarnir létu til sín
taka og fjórði áratugurinn er talinn hafa sýnt
hæga „en markvissa þróun, úmnnslu fyrri
reynslu og aðlögun nýrra alþjóðlegra sjónar-
miða í húsagerð að íslenskum aðstæðum.“15
Þrátt fyrir hægfara þróun í átt til meiri
festu í húsagerð ægði saman stefnum og
straumum á kreppuárunum, ósamræmi er-
lendra hugmynda og innlendra staðhátta
leyndi sér ekki. Skömmu áður en kreppan
skall á lýsti danskur stúdent Reykjavík. Öfugt
við annað sem hann hafði séð á íslandi fannst
honum „bærinn ekki tilkomumikill, en þó
bauð hann af sér góðan þokka.“ Honum þótti
bærinn einna helst „líkjast telpu á gelgju-
skeiði - ung og meyr, tæplega þroskuð, en
ineð þanin brjóst, fráneyg, með hugann fullan
af ævintýrum og merkilegum viðburðum.“
Þessi samlíking festist betur í huga stúdents-
ins þegar hann sá húsin í nýbyggðum hverfum
bæjarins. „Telpukrakkinn var í þann veginn
að breytast í fulltíða kvenmann og kjóllinn
var orðinn of þröngur“, ritaði hann, og hélt
áfram:
[Ajuðvitað varð hún að fá sér nýjan kjól -
og auðvitað varð kjóllinn að vera eftir nýj-
ustu tísku, bæði að efni og sniði, skorinn
Mynd 2.
Til hægri á myndinni
sést hús Ólafs Thors
við Garðastræti.
Það var fyrsta funkis-
húsið á Islandi og eitt
hið fyrsta á Norður-
löndum. Arkitekt var
Sigurður Guðmunds-
son. Um og upp úr
1930 létu fylgismenn
funkisstílsins að sér
kveða i Reykjavík.
85