Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 72

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 72
Sigurður Gylfi Magnússon Ásókn íslenskra barna og fullorð- inna á 19. öld í fornar bókmenntir þjóðarinnar gerði það að verkum að fólk átti auð- veldara með að ná tökum á raun- veruleikanum Hér kemur Sæmundur að kjarna málsins. Það má gera því skóna að þessi mynd sem hann dregur upp af persónulegri reynslu sinni og kynnum af fornsögunum skýri jafnframt hvers vegna kirkjunni hnignaði svo á 19. öld að hún varð mun áhrifaminni í lífi fólks en vænta mátti þegar litið er á ýmsa starfsemi hennar á tímabilinu. Það er að minnsta kosti ljóst að áhrifa sagnanna gætti mjög í lífi barna og unglinga á 19. öldinni og reyndar alls þorra almennings. Það má því fullyrða að þessi þró- un hafi verið óhjákvæmileg. Börn fjarlægðust, og sögðu síðan skilið við, siðferðilegar fyrir- myndir kirkjunnar og sóttu í ríkara mæli til sagnanna eftir fyrirmyndum. Þær fyrirmyndir stóðu börnum einfaldlega miklu nær og voru þeim mun auðskiljanlegri en þær sem kirkjan hélt á loft. Veraldlegt lesefni af því tagi sem hér hefur verið gert að umtalsefni varð því börnum mikið lífakkeri í hörðum heimi. I því gátu þau fundið Ieiðbeiningu um hvernig þau ættu að taka á erfiðleikum lífsins og hvernig þau gætu mótað líf sitt eftir siðaboðskap sagnanna. Nýjar leiðir Ásókn íslenskra barna og fullorðinna á 19. öld í fornar bókmenntir þjóðarinnar gerði það að verkum að fólk átti auðveldara með að ná tökum á raunveruleikanum. Sögurnar og boðskapur þeirra kenndu börnum að ganga til móts við lífið af æðruleysi, hversu þungbært sem það var. Þær hjálpuðu þeim að taka örlögum sínum og bera höfuðið hátt. Þrátt fyrir ranglæti og aðra þungbæra reynslu þyrftu þau ekki að láta í minni pokann fyrir neinum. í hversdagslífinu fengu þau tækifæri til að taka þátt í sams konar raunum og for- feður þeirra glímdu við í íslendingasögunum. Sögurnar kenndu þeim hvernig ætti að fást við lffsvandann. En fyrirmyndirnar sem sögurnar gáfu börnum urðu einnig hvati þess að þau tileink- uðu sér fjölmargt annað í íslenskri menningu sem annars hefði með öllu farið framhjá þeim. Það fer ekkert á milli mála að læsi var mun almennara hér en í flestum ef ekki öllum bændasamfélögunr Evrópu á sama tíma. Skýringarinnar er meðal annars að leita í þessari innri þörf fyrir að hverfa inn í ímynd- aðan heim sagnanna og flýja þannig harðræði daglegs lífs. Leitin að fyrirmyndum varð að sjálfsögðu ekki mjög árangursrík fyrr en börnin höfðu náð fullum tökum á lestri. Þetta samhengi milli hversdagslegrar reynslu barna, þarfar fyrir skýrar fyrirmyndir og al- mennrar útbreiðslu læsis skýrir að miklu leyti menningarlegan styrkleika bændasamfélags- ins á 19. öld. Þar mætti ætla að kirkjan hefði gegnt miklu og uppbyggilegu hlutverki en hér hafa verið færð rök að því að hún hafi þvert á móti orkað hamlandi eða jafnvel íþyngjandi fyrir lífsþroska barna og áhrifa hennar hafi fyrir bragðið gætt minna en kirkjusagnfræð- ingar hafa haldið fram. Það fer liins vegar ekkert á milli mála að kirkjan hafði mikil áhrif á allt daglegt líf barna og fullorðinna á 19. öldinni eins og ýmsir kirkjusögumenn hafa réttilega bent á. Það verður þó ekki hjá því komist að gera til- raun til að skýra hvers vegna kirkjan missti flugið á tímabilinu eins og flestir virðast vera sammála um. Niðurstaða þessarar greinar er sú að skýringanna sé að leita í lffi einstakling- anna og athöfnum þeirra. Þó svo að brýnt sé að átta sig á hugmyndafræðilegum hræringum ti'úarbragðanna verður að taka með í reikn- inginn hvernig þessum hugmyndum var tekið af þeim sem komust í snertingu við þær. Hér koma sjálfsævisögur og dagbækur að góðum notum þar sem þær veita okkur mikilvæga innsýn í hversdagslíf fólks fyrr á tíð. Breyting- ar á trúariðkun á íslandi verða því ekki rakt- ar til einhverra óljósra hugmynda um þjóðfé- lagsbreytingar á borð við þéttbýlismyndun og umskipti í efnahagslífinu sem höfðu ærið mis- munandi áhrif á líf almennings. Svarsins hlýt- ur fyrst og fremst að vera að leita hjá einstak- lingunum sjálfum og þeim fyrirmyndum sem þeir völdu sér. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.