Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 38

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 38
Margrét Guðmundsdóttir Mynd 6. Á sjöunda áratug 19. aldar, um það leyti sem Sigurður málari var að hanna búninga á íslenskar konur, k/æddust kyn- systur þeirra í Evrópu sem fylgdust með tískustraumum gríðarlega fyrirferða- miklum fatnaði. áttu þó báðir búningarnir sameiginlegt, höf- uðfatið eða faldinn. Sigurður taldi að hann væri elsta arfleifð búningasögu íslendinga. Strax árið 1857 hóf hann sérstaka varnarbar- áttu fyrir höfuðfatinu, sem mörgum fannst ljótt og afkáralegt. Sigurður ákallaði íslenskar konur og sagði: Látið því faldinn ættmæðra yðar vera yðar heiðursmerki, af því að þær báru hann á undan yður á höfðum sér, sem sigruðu flestar konur með vitsmunum, tryggð, kurt- eisi og skörungskap, en gætið yðar, ef þér ætlið að kasta honum, að þér ekki kastið um leið þjóðerni, tryggð og skörungskap hinna fornu kvenna.36 Faldurinn átti að vera ímynd íslenskrar kvenlundar. Sigurður var að gefa konum sjálfsmynd sem íslenskum konum. Pær áttu að temja sér skörungskap og tryggð frjálsbor- inna formæðra sinna sem voru fullar af þrótti hins sanna þjóðaranda. Málarinn gaf íslensk- um konum ekki aðeins búning til að undir- strika þjóðerni sitt. Hann benti þeim einnig á fyrirmyndir, kvenhetjur fortíðarinnar. Konur eins og Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir virðast hafa tileinkað sér þessa kvenímynd. Kenningar um eðli og einkenni kynjanna hvíla iðulega á jafnveikum grunni og hug- myndir um eðli og einkenni þjóða. ímyndir og draumar geta engu að síður orðið öllum raunveruleika sterkari. Goðsagnir sem þjóð- ernishyggjan ól af sér lögðu til mikilvæg vopn í árdaga kvennabaráttu á íslandi. Ein veiga- mesta uppistaða í sjálfsmynd einstaklinga er þekking á uppruna sínum og skilingur á for- tíðinni. Þess vegna hefur kvennahreyfingin jafnan lagt áherslu á að draga sögu kvenna fram í dagsljósið. Faldar kvenhetjur fortíðar- innar ættu að styrkja og efla sjálfsmynd kyn- systra þeirra. í lok 19. aldar fundu formæður okkar fyrirmyndir í kvenskörungum gullald- arbókmenntanna. ímynd hinnar sterku ís- lensku konu er afsprengi þjóðernishyggjunn- ar. Málarinn Sigurður Guðmundsson á marga skörpustu drættina í þeirri mynd. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.