Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 9

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 9
Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947^48 anna með allt að 10.000 króna tryggingu fyrir flutningsgjaldi og greiða 15 krónur á mál, en í staðinn voru skipin skuldbundin til að bíða allt að tíu dögum eftir síld og halda norður þótt ekki fengist fullfermi.18 Útgerðarmenn og sjómenn urðu ánægðir við þessi tíðindi og héldu til veiða. Eingöngu var þó veitt í reknet og aðeins í Kollafirði hin- um minni. Hinn 17. janúar hófu SR móttöku á Kollafjarðarsíld í Reykjavík. Frystihús voru þá flest hætt að taka við síld því vetrarvertíð var hafin og þorskur tekinn að berast að landi. Vélskipið Erna hélt norður með fyrsta farminn og kom til Siglufjarðar að kvöldi 23. janúar. Dreif þá fjölda fólks niður að höfn, enda óvenjulegt að sjá síld landað nyrðra með þorrakomu. Vinnsla hófst fimrn dögum síðar og var síldin brædd í SRP, gömlu verksmiðju Pjóðverjans dr. Pauls, sem SR eignuðust árið 1933.iy Þegar hér var komið sögu tóku nokkrir út- gerðarmenn fram herpinætur því veiðivon var greinilega mikil. Ingvar Pálmason reið á vað- ið 21. janúar og fyllti bát þeirra Hafsteins Bergþórssonar og Ingvars Vilhjálmssonar, Andvara, í tveimur köstum. I janúarmánuði töldust 25 bátar vera á síldveiðum í Kollafirði. Pá voru sex þeirra nreð herpinót, en þeir urðu 11 í febrúar og voru 12 þá á reknetaveiðum.21' Kollafjarðarsíldin var mjög smá og því varð að nota smáriðnar nætur við veiðina. Engar slíkar voru til syðra, en nætur voru fengnar að norðan og austan.21 í byrjun febrúar virtist síldin horfin úr Kollafirði hinum rninni. Nanna RE hélt þá upp í Hvalfjörð og fékk 3-400 mál af fallegri síld. Nokkrir aðrir síldveiðibátar héldu í fjörðinn og öfluðu vel.22 Svo veiddist síldin að- allega á ytri höfninni í Reykjavík og á Sund- unum. Hinn 10. febrúar gáfu þeir Hafsteinn Bergþórsson og Jón L. Þórðarson stjórn SR skýrslu urn veiðiskapinn og sögðu að hér í höfninni lægju veiðiskip með 2-3.000 mál af síld sem bíða eftir flutningi norður. Þar að auki er frétt um góðan afla hjá snurpuskipum í morgun svo að búast má við að í kvöld bíði a.m.k. tvöfalt þetta síld- armagn eftir flutningi.23 Þetta virtust góð tíðindi, en sá hængur var á að skip fengust ekki lengur til að l'lytja síldina norður fyrir aðeins 15 krónur málið. Löndun- arbið gat orðið allt að fjórurn dögum.2JStjórn SR var því nauðugur einn kostur að hækka flutningsgjaldið um fimrn krónur og lækka síldarverðið jafnmikið á móti. Jafnframt var Hafsteini og Jóni uppálagt að láta veiðiskip, sem báru urn 1.000 mál eða meira í lest, sigla sjálf með veiðina til Siglufjarðar eftir því sem föng væru á.25 Útgerðarmenn og sjómenn áttu ekki annarra kosta völ en að hlíta þessu. Áfram aflaðist vel. „Þarna [í Kollafirði öll- um] var gríðarlega mikið af síld,“ segir Þórð- ur Guðjónsson, skipstjóri á Sigurfara frá Akranesi. Hann veiddi í reknet og hafði gott upp úr því.21’ Og farþegum á millilandaskipinu Dronning Alexandrine brá svo sannarlega í brún þegar skipið kom til hafnar í Reykjavik morgun einn urn miðjan febrúar. Blaðamaður Mynd 2. Fagriktettur og Andvari losa síld úr Kollafirði í Snæfell, sem flutti hana norður i bræðslu. „Síldveiðin í Kollafirði gæti verið upphaf árlegrar sildarvertíðar, sagði Hafsteinn Bergþórsson. Myndin er tekin í upphafi árs 1947. Tímcms skrifaði: Uppgripaafli var á ytri höfninni í gær og mátti segja að síldin veiddist í sjálfu hafnar- mynninu. Kæmi það mönnum ekki á óvart þó að bátarnir þyrftu bráðunr ekki að fara frá bryggjunum til að kornast í síld. Drottn- ingin varð að þræða á milli bátanna í gær- nrorgun til þess að komast inn. ... Þótti Dönum þetta nýstárleg og matarleg sjón.27 í febrúar barst svo mikið af síld norður að SRP-verksmiðjan hafði ekki undan. Síðla 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.