Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 67

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 67
Siðferðilegar fyiirmyndir á 19. öld skemmtilegt, og var fljótur að læra utanað.“25 Pað er hins vegar ljóst að Sigurður hefur ver- ið einn af þeim fáu sem ekki leiddist kver- námið en staðfestingu hins er að finna hjá fj ölmörgum sj álfsævisagnariturum. Mörg dæmi finnast um að hlustendur hafi stundum átt nokkuð erfitt með að halda sér vakandi í lok kvöldvökunnar þegar húslestr- arnir voru lesnir. Um þetta segir Sigurður Árnason: Annars vorum við oft illa haldin undir hús- lestrinum á vetrarkvöldunum. Pá vorum við oft yfirkomin af syfju, en máttum alls ekki sofna. Og þegar okkur syfjaði, sagði fullorðna fólkið, að hjá okkur settist púki, sem hvíslaði í eyru okkar, svo við hættum að taka eftir lestrinum, og sofnuðum. Púki þessi var ósýnilegur. Oft hlustaði ég, hvort ég heyrði nokkuð til hans. En aldrei heyrði ég neitt. Þó efaðist ég ekki um, að þetta væri satt, og harkaði af mér svefninn, eins og mögulega ég gat.26 Hætt er við að gildi húslestranna fyrir full- orðna jafnt sem börn hafi tengst þjóðtrúnni og hræðslu við illar vættir eins og reyndar kemur fram í orðum Sigurðar hér að ofan. Hann heldur því þó fram að húslestrarnir hafi verið mjög jákvæðir fyrir allan anda heimilis- ins og þá hafi fólk þjappað sér saman. Að hans áliti höfðu þeir lag á að „glæða hinar mýkjandi tilfinningar fólksins, og blíðka skapgerð þess í alls konar baráttu og amstri daganna."27 Hjalti Hugason, sem gerir mikið úr trúar- legri þýðingu húslestranna, víkur að þætti þjóðtrúarinnar: Væri lesturinn ekki hið síðasta sem fólk tók sér fyrir hendur skyldi það gæta þess að láta hann móta orð sín og æði það sem eft- ir lifði kvölds. Einkum átti fólk að gæta sín á því að bölva hvorki né ragna eða hegða sér þannig að valdið gæti ósamkomulagi. Líta má svo á að húslesturinn hafi öðrum þræði verið hugsaður sem beinn undirbún- ingur næturinnar. Sú áhersla sem var lögð á að hann kæmi til leiðar sátt og friði milli heimilisfólksins minnir nokkuð á áminn- ingarorð Nýja testamentisins um að sólin megi ekki setjast yfir reiði manna. Einnig tengist þetta atriði hugmyndum alþýðu um ógnir myrkurs og nætur og mikilvægi þess að halda hinu illa í sérhverri mynd frá hí- býlum manna.28 Hvað sem öðru líður er óneitanlega erfitt að meta hversu djúpstæð áhrif húslestrarnir höfðu á mótun hugsunar barna og æskufólks. Húslestrarnir voru sannarlega gildur þáttur í menningarlegum grunni bændasamfélagsins en það má ef til vill halda því fram að aðal- gildi þeirra hafi falist í athöfninni sjálfri frem- ur en innihaldinu. Eftir stendur að boðskapur kirkjunnar eins og hann var kynntur börnum á þýðingarmiklu tímabili á þroskaferli þeirra var engan veginn auðskiljanlegur né aðlað- andi. Mynd 6. Friðrik Bjarnason: “Latur var ég við að læra kverið og fékk oft ávítur fyrir. ” Kirkjutóniist átti betur við Friðrik og varð hann organisti við Ha fnarfjarðarkirkju. Hér situr hann við hijóðfærið heima hjá sér. Breytt bókmenning og viðbrögð barna Á fyrri hluta 19. aldar varð sú breyting á bók- menningu landsmanna að samhliða trúarlegu lesefni varð aðgangur alþýðu að veraldlegum bókmenntunr mun greiðari.” Á fyrstu þremur áratugum 19. aldar ruddi veraldlegt sagnaefni sér til rúrns og þá einkum með tilkomu félaga á borð við Hið íslenska bókmenntafélag (1816) og norræna Fornfræðafélagið (1825). Loftur Guttormsson bendir á að bóksala hafi verið fremur dræm í fyrstu og byggir þá skoð- 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.