Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 90

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 90
Eggert Þór Bernharðsson Sumir vildu likja eftir því sem gerðist í eriendum borg- um og byggja í samræmi við ríkidæmi sitt atgervi okkar og síðast en ekki síst á menn- ingu okkar.31 Hörður hélt síðan áfram: Menn lifa og hrærast í borgum, innan um hús, í húsum meir en nokkru sinni áður. Af því má ráða hversu gífurlega uppeldisþýð- ingu hús og borgir hafa og hversu nauðsyn- legt er að gefa þeim meiri gaum en gert hefur verið hér um slóðir, því á íslandi er byggingarlist og borgmenning yfirleitt hroðaleg bók aflestrar. Að styrjöld lokinni var ósjaldan á það bent að íslendinga skorti reynslu í byggingarlist og skipulagi, og jafnvel sagt að þeir hefðu hvorki þroska né menntun til að rísa undir bygging- arlist. En afsakanir lágu líka á borðinu því að á móti var talað um einangrun landsins og fá- tækt þjóðar sem alla tíð hefði án þéttbýlis ver- ið. Landsmenn þurftu tíma til að tileinka sér nýja hætti og stefnur, þeir þurftu að átta sig á hvernig nýta mætti þá kosti sem hin ýmsu húsakynni bjóða upp á, þeir hlutu að þreifa sig hægt og sígandi áfram. Fyrirmyndir sínar og hugmyndir um útlit húsa sótti fólk víða að. Sumir höfðu hrifist af prentmyndum af húsum í bókum, blöðum eða tímaritum, aðrir uppgötvað draumahúsið í kvikmynd, enn aðrir ferðast til útlanda og orðið fyrir áhrifum, vildu líkja eftir því sem gerðist í erlendum borgum og byggja í sam- ræmi við ríkidæmi sitt. Menn tóku sér það sem þeim féll vel í geð hjá náunganum, tóku í gleði sinni búta sinn úr hverri áttinni og flétt- uðu saman ólíkum stfltegundum, byggðu jafnvel bara eftir eigin höfði og létu varnaðar- orð húsameistaranna sem vind um eyrun þjóta. Stældu það sem þótti fallegt.32 Ekki voru þó allir brenndir þessu marki, framsækn- ir húsameistarar fengu tækifæri til að spreyta sig og sýna hvað í þeim bjó.33 Hver kynslóð gagnrýndi undangengna tíma, það er hluti af því að skilgreina sig. Kvartað var yfir því að illa hefði til tekist í byggingarlistrænu uppeldi þjóðarinnar eins og dæmin sýndu. Að lokinni seinni heims- styrjöld var bent á, að ekki hefði tekist að treysta nægilega þann litla grunn sem lagður var fyrir stríð. Ekki væri nóg með að drjúgur hluti bæjarbúa hefði alist upp í samfélagi sveitanna heldur væri þjóðin sorglega mis- þroska. Um of hefði verið einblínt á orðsins list en sjónmenntir verið vanræktar og því bæri fólk takmarkað skynbragð á gildi og mikilvægi góðrar húsagerðarlistar.34 í skólum væri staglast ár eftir ár á málfræði, sögu, eðl- isfræði, landafræði en nánast aldrei minnst á þá „málfræði, sem unglingarnir þurfa engu minna á að halda, þegar þeir verða fulltíða menn: að meta af skynsemi og smekkvísi fagra hluti“, var ritað undir lok sjötta áratug- arins.35 A áttunda og níunda áratugnum heyrðust raddir sem sögðu að sjónmenntir væru enn bornar fyrir borð miðað við bókmenntirnar. Sá trassaskapur litaði afstöðu fólks til húsa- gerðarlistar, svo ekki kynni góðri lukku að stýra.3'1 Bent var á, að bókmenntirnar væru engan veginn eina arfleifð íslendinga, menn- ingarhefð einnar þjóðar væri ekki svo ein- hliða sem ýmsir vildu vera láta. Hörður Agústsson ritaði árið 1986: „Hið mótaða um- hverfi, borgir, bæir, gatan, húsin, nytjahlutirn- ir, eiga vissulega sinn sess. Daglegar samvistir við þann hluta menningararfsins móta ekki síður hugarfar okkar en lestur bóka.“37 Gagnrýni erlendra gesta Ekki var sama hvaðan gagnrýni kom. íslend- ingar, ekki síst Reykvíkingar, voru löngum viðkvæmir fyrir dómi erlendra gesta. Yfirleitt þótti þeim hólið gott. „How do you like Iceland?" var iðulega spurt og útlendingarnir vissu oft ekki hvaðan á þá stóð veðrið, stöldr- uðu kannski aðeins við skamma hríð, vissu jafnvel Iítið um land og þjóð fyrirfram og kom síðan á óvart hversu mikið var um að vera í höfuðstaðnum. Oftar en ekki svöruðu þeir kurteislega og hældu íslendingum á hvert reipi. Slíkir menn voru einatt nefndir „ís- landsvinir“. Landsmenn voru hins vegar minna fyrir harða gagnrýni. Segðu aðkomu- mennirnir eitthvað sem féll ekki í kramið var ekkert mark á þeim takandi og viðbáran ósjaldan sú, að þeir hefðu dvalið alltof stuttan tíma í landinu til þess að geta metið og skilið „þjóðareðlið". Þeir sem fundu að smekk eða smekkleysi húsbyggjenda í Reykjavík vísuðu einmitt oft- ar en einu sinni til útlendinga sem höfðu furð- 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.