Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 55
Björn Bjarnason
Gildi sagnfræðinnar
Isíðasta hefti tímaritsins Sögu birtist
verðlaunaritgerð eftir dr. Val Ingimund-
arson sagnfræðing, þar sem hann segir
frá umdeildum þætti í sögu íslenskra varnar-
mála. Er ritgerðin til marks um gildi sagn-
fræðirannsókna til skilnings á þróun mála,
sem tengjast samtímastjórnmálum. Hún varp-
ar einnig því ljósi á sögu íslenskra öryggis-
mála, að stefnubreyting í þeim síðan 1949 hef-
ur ráðist af pólitískri, innlendri togstreitu og
andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn en ekki mati
á þróun alþjóðamála eða hagsmunum ís-
lensku þjóðarinnar. Margt bendir til þess, að
slíkir flokkadrættir séu úr sögunni.
Tvisvar sinnum frá því að varnarsamning-
urinn var gerður 1951 hafa ríkisstjórnir haft á
stefnuskrá sinni að hrófla við bandaríska
varnarliðinu. Hvorar tveggju voru vinstri
stjórnir, það er stjórnir án þátttöku Sjálfstæð-
isflokksins. Vinstri stjórnin, sem sat 1956 til
1958, var beinlínis mynduð í kringum breytta
stefnu í varnarmálum, sem miðaði að því að
Bandaríkjaher hyrfi úr landi. Næsta vinstri
stjórn, sem sat 1971 til 1974, vildi, að varnar-
liðið hyrfi í áföngum. í hvorugt skiptið náðu
ríkisstjórninar þessu markmiði.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið samfellt í
ríkisstjórn frá 1944 til 1956. Á flokknum
brotnaði í öryggismálunum, bæði þegar samið
var um aðildina að Atlantshafsbandalaginu
1949 og við gerð varnarsamningsins 1951.
Forystumenn hans sátu undir ásökunum um
að vera leppar Bandaríkjastjórnar og kapítal-
ismans, ef ekki hreinir landráðamenn. Fyrir
kosningarnar 1956 hafði Ólafur Thors, for-
maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra, farið í opinbera heimsókn til Vestur-
Þýskalands. Þar hafði Konrad Adenauer
kanslari lofað Ólafi láni, en Islendingar
þurftu rnjög á erlendu lánsfé að halda. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn lenti utan ríkisstjórnar
að kosningunum loknum, dró Adenauer lof-
orð sitt um lán til baka. í fyrrnefndri ritgerð
sinni rekur Valur Ingimundarson það, hvern-
ig vinstri stjórnin barðist ötullega fyrir því að
fá erlent fé að láni. Loks fékkst það frá
Bandaríkjastjórn og tengdist þeim sinnaskipt-
urn vinstri stjórnarinnar haustið 1956 að hver-
fa frá áformum sínum, um að segja upp varn-
arsamningnum við Bandaríkin.
Viðreisnarstjórnin með þátttöku Sjálfstæð-
isflokksins sat frá 1959 til 1971. Þegar dró að
því á tímum vinstri stjórnarinnar 1971 til
1974, að hún ætlaði að efna stefnu sína um
samdrátt í vörnum landsins, tóku 14 einstak-
lingar til þess ráðs að hefja undirskriftasöfnun
undir kjörorðinu: Varið land. Á nokkrum vik-
um fyrri hluta árs 1974 rituðu 55.522 einstak-
lingar á kosningaaldri undir áskorun á ríkis-
stjórnina, um að hverfa frá „ótímabærum
áformum“ sínum í varnarmálum. Eftir kosn-
ingar í júní 1974 komst Sjálfstæðisflokkurinn
að nýju í ríkisstjórn. Þótt Framsóknarflokkur-
inn héldi áfram að fara með utanríkismálin,
fylgdi hann allt annarri stefnu í nýju stjórn-
inni með Sjálfstæðisflokknum. Haustið 1974
var sanrið unr fyrirkomulagsbreytingar hjá
varnarliðinu, en það sat áfram og ekkert var
hróflað við ákvæðum varnarsamningsins.
Næst þegar vinstri stjórn var mynduð,
1978, hafði hún brottför varnarliðsins ekki á
stefnuskrá sinni. Síðan hefur þróunin orðið
sú, að varnarsamningurinn við Bandaríkin er
ekki lengur ágreiningsmál á milli stjórnmála-
flokkanna. Höfuðdeilurnar hafa verið innan
Alþýðubandalagsins, sem hefur haft úrsögn
úr NATO og brottför varnarliðsins, sem eitt
af helstu stefnumálum sínum.
Stjórnmálaflokkarnir takast ekki heldur
lengur á um aukin umsvif varnarliðsins, sem
53