Ný saga - 01.01.1995, Page 55

Ný saga - 01.01.1995, Page 55
Björn Bjarnason Gildi sagnfræðinnar Isíðasta hefti tímaritsins Sögu birtist verðlaunaritgerð eftir dr. Val Ingimund- arson sagnfræðing, þar sem hann segir frá umdeildum þætti í sögu íslenskra varnar- mála. Er ritgerðin til marks um gildi sagn- fræðirannsókna til skilnings á þróun mála, sem tengjast samtímastjórnmálum. Hún varp- ar einnig því ljósi á sögu íslenskra öryggis- mála, að stefnubreyting í þeim síðan 1949 hef- ur ráðist af pólitískri, innlendri togstreitu og andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn en ekki mati á þróun alþjóðamála eða hagsmunum ís- lensku þjóðarinnar. Margt bendir til þess, að slíkir flokkadrættir séu úr sögunni. Tvisvar sinnum frá því að varnarsamning- urinn var gerður 1951 hafa ríkisstjórnir haft á stefnuskrá sinni að hrófla við bandaríska varnarliðinu. Hvorar tveggju voru vinstri stjórnir, það er stjórnir án þátttöku Sjálfstæð- isflokksins. Vinstri stjórnin, sem sat 1956 til 1958, var beinlínis mynduð í kringum breytta stefnu í varnarmálum, sem miðaði að því að Bandaríkjaher hyrfi úr landi. Næsta vinstri stjórn, sem sat 1971 til 1974, vildi, að varnar- liðið hyrfi í áföngum. í hvorugt skiptið náðu ríkisstjórninar þessu markmiði. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið samfellt í ríkisstjórn frá 1944 til 1956. Á flokknum brotnaði í öryggismálunum, bæði þegar samið var um aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949 og við gerð varnarsamningsins 1951. Forystumenn hans sátu undir ásökunum um að vera leppar Bandaríkjastjórnar og kapítal- ismans, ef ekki hreinir landráðamenn. Fyrir kosningarnar 1956 hafði Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra, farið í opinbera heimsókn til Vestur- Þýskalands. Þar hafði Konrad Adenauer kanslari lofað Ólafi láni, en Islendingar þurftu rnjög á erlendu lánsfé að halda. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn lenti utan ríkisstjórnar að kosningunum loknum, dró Adenauer lof- orð sitt um lán til baka. í fyrrnefndri ritgerð sinni rekur Valur Ingimundarson það, hvern- ig vinstri stjórnin barðist ötullega fyrir því að fá erlent fé að láni. Loks fékkst það frá Bandaríkjastjórn og tengdist þeim sinnaskipt- urn vinstri stjórnarinnar haustið 1956 að hver- fa frá áformum sínum, um að segja upp varn- arsamningnum við Bandaríkin. Viðreisnarstjórnin með þátttöku Sjálfstæð- isflokksins sat frá 1959 til 1971. Þegar dró að því á tímum vinstri stjórnarinnar 1971 til 1974, að hún ætlaði að efna stefnu sína um samdrátt í vörnum landsins, tóku 14 einstak- lingar til þess ráðs að hefja undirskriftasöfnun undir kjörorðinu: Varið land. Á nokkrum vik- um fyrri hluta árs 1974 rituðu 55.522 einstak- lingar á kosningaaldri undir áskorun á ríkis- stjórnina, um að hverfa frá „ótímabærum áformum“ sínum í varnarmálum. Eftir kosn- ingar í júní 1974 komst Sjálfstæðisflokkurinn að nýju í ríkisstjórn. Þótt Framsóknarflokkur- inn héldi áfram að fara með utanríkismálin, fylgdi hann allt annarri stefnu í nýju stjórn- inni með Sjálfstæðisflokknum. Haustið 1974 var sanrið unr fyrirkomulagsbreytingar hjá varnarliðinu, en það sat áfram og ekkert var hróflað við ákvæðum varnarsamningsins. Næst þegar vinstri stjórn var mynduð, 1978, hafði hún brottför varnarliðsins ekki á stefnuskrá sinni. Síðan hefur þróunin orðið sú, að varnarsamningurinn við Bandaríkin er ekki lengur ágreiningsmál á milli stjórnmála- flokkanna. Höfuðdeilurnar hafa verið innan Alþýðubandalagsins, sem hefur haft úrsögn úr NATO og brottför varnarliðsins, sem eitt af helstu stefnumálum sínum. Stjórnmálaflokkarnir takast ekki heldur lengur á um aukin umsvif varnarliðsins, sem 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.