Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 59
Sigurður Gylfi Magnússon
Siðferðilegar
íVrirmvndii' á 19. öld
Þj óðfélagsbreytingar
Trúarbrögð eiga það sameiginlegt um gerv-
alla veröldina að skapa siðferðilegar fyrir-
myndir („moral authority“) sem ætlað er að
styrkja og styðja fylgjendur þeirra frá vöggu
til grafar.1 í flestum samfélögum þar sem ríkja
einföld efnahagsleg, pólitísk og félagsleg kerfi
hafa trúarbrögðin átt mjög greiðan aðgang að
hjörtum mannanna. Ástæðan er einfaldlega
yfirburðir trúarbragðanna sem hugmynda-
fræðilegs afls. Trúin verður lffakkeri einstak-
linganna og haldreipi þeirra í daglegu amstri.
Fátt fær staðist samanburð við trúna, hvort
heldur stofnanalega uppbyggingu flestra trú-
arbragða eða efnislegt innihald. Pað er ekki
fyrr en með einhverjum stórkostlegum at-
burðum sem slfta sundur samhengi hins
vanabundna lífs að lífsafstaða fólks tekur
stakkaskiptum. Þetta hefur einna helst gerst
með tvennum hætti: í fyrsta lagi þegar nýir
herrar af ókunnum slóðuni taka að boða öðr-
um fagnaðarerindi sitt án þess að hafa til að
bera þolinmæði til að umbera þau trúarbrögð
sem fyrir voru. Mörg dæmi mætti nefna úr
veraldarsögunni og nægir að minna á þær
breytingar sem urðu í Ameríku við landa-
fundina miklu eins og við Vesturlandabúar
köllum gjarnan þá atburðarás sem olli hruni
fornra menningarríkja í Vesturheimi. Þar var
að lokum hampað nýjum trúar- og siðferðis-
hugmyndum á kostnað hinna sem þjóðir Am-
eríku höfðu áður hlýtt og fylgt skilyrðislaust.
í annan stað gerast þessar breytingar með
tilstuðlan afla innan menningarheildarinnar
sem storka ríkjandi hugmyndum og gildum
þannig að stofnanir eins og kristin kirkja eiga
undir högg að sækja. Sem dæmi um slík átök
má nefna þær hreyfingar á nýöld sem kennd-
ar hafa verið við vísindabyltinguna og síðar
upplýsinguna. Þessar hræringar, sem sigldu í
kjölfar landafundanna, ollu gríðarlegum um-
skiptum í evrópskum samfélögum og er jafn-
vel ekki enn séð fyrir endann á þeirri örlaga-
sögu. Framvinda þessara atburða hefur ekki
síst mótast af nýjum siðferðilegum fyrirmynd-
um sem á stundum hafa verið í beinni and-
stöðu við kristna kirkju. Vísindahyggja nýald-
ar, sem í mörgum tilvikum kippti fótunum
undan fyrri hugmyndum manna um löggengi
heimsins og keppti þar af leiðandi beinlínis
við trúarbrögðin um siðferðilegt forræði yfir
einstaklingum, varð nær allsráðandi víða á
Vesturlöndum.
Allt þetta hefur orðið sagnfræðingum í for-
tíð og nútíð verðugt viðfangsefni og hafa þeir
rökrætt ýmsa þætti þessarar þróunar af mikilli
þekkingu og list víða um heim. Það er ekki
ætlun mín að reyna að bæta í þann sjóð nema
á mjög óbeinan hátt. Áhugi minn á félagssögu
á íslandi hefur beint athygli minni mjög að
menningu 19. aldar og þeim áhrifum sem hún
hafði á allt svipmót þjóðfélagsins. Einn angi
þeirrar þróunar var afsprengi upplýsingar-
byltingarinnar sem skaut rótum á seinni hluta
19. aldar í garði alls þorra íslenskrar alþýðu.2
Ein mikilvægasta breytingin sem fylgdi í kjöl-
farið var aukinn aðgangur almennings að ver-
aldlegu prentefni.
Þeir seni fengist hafa við ritun kirkjusögu
virðast vera þeirrar skoðunar að við lok 19.
aldar hafi hinni hefðbundnu íslensku kirkju
hnignað stórlega. Pétur Pétursson telur til
dæmis að mikil breyting hafi orðið á sam-
57