Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 48

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 48
/ Guðrún Asa Grímsdóttir Að stofni og efni stendur því ættartölubók séra Þórðar á sama meiði og Landnáma Guðmundsson, hann lærði í Bremen og Kaupmannahöfn, var rektor í Skálholtsskóla 1584-1588 og prestur í Hítardal 1590-1634.12 Móðir séra Þórðar var Guðríður, dóttir Gísla Þórðarsonar (1545-1619) lögmanns er lengi sat að Innra Hólmi og átti víða jarðeignir. Móðir Gísla lögmanns var Jórunn, dóttir séra Þórðar Einarssonar er haldið hafði Hítardals- stað á tíð Ögmundar Pálssonar Skálholtsbisk- ups. Hálfsystir Jórunnar í móðurætt var Katrín Sigmundsdóttir, móðir séra Jóns Egils- sonar er samdi Biskupaannála, líklega um 1605. Gísli Þórðarson lögmaður er talinn hafa samið lagaritgerð um erfðir og nú benda rannsóknir Eiríks Þormóðssonar og Stefáns Karlssonar til þess að með hendi hans sé frumrit Oddverjaannála í AM 417 4to.i:i Það rit er einskonar veraldarkröníka er rekur upphöf og höfðingja helstu þjóða heimsins, svo og landnám íslands og sögu höfðingja þess. Kröníkan er byggð á fjölmörgum ritum, íslenskum og útlendum, og talin samin um 1580. Gísli lögmaður hafði átt í málum við Herluf Daae höfuðsmann og lét af lögmanns- dæmi uppúr því.14 Hugsanlega hefir séra Þórður í Hítardal látið ævistarf Gísla lög- manns, afa síns, hafa áhrif á sig og það ráðið einhverju um að hann lét ekki til sín taka um valdstjórn, en hélt sig sem heldri klerk í hér- aði og skrásetti ættir og niðja íslenskra höfð- ingja og jarðeignir þeirra frá landnámi til samtíðar sinnar. Séra Þórður var góðgiftur, kvæntur Helgu, dóttur Árna Oddssonar lögmanns á Leirá, og eru þau rómuð í annálum fyrir rausn og höfð- ingsskap. Óþekktur rnaður orti erfiljóð um séra Þórð og segir m.a.: „í bóklegum listum menntamikill / marghygginn og furðudygg- ur.“ í öðru erindi er því lýst að séra Þórður var stórveitull, hefir honum brugðið í kyn til móður sinnar, en eftir hana orti maður henn- ar tregaþrungið erfiljóð sem rómar gjafmildi hennar við þurfendur.15 í Fitjaannál segir um þau Hítardalshjón: Þau hjón bæði, séra Þórður og Helga, voru hinir mestu höfðingsmenn, ör af fé, gjöful og gestrisin. Þar var stórveizla haldin einu sinni á hverjum vetri um jólatíma. í þá veizlu voru boðnir allir helztu menn, sem í ná- lægð voru. Stóð hún yfir heila viku. Hélzt þeirra göfugu hjóna rausn og sómi allt til dauðadags.16 Höfðingsskapur þeirra Hítardalshjóna hefir komið fram í brúðkaupum barna þeirra. Guð- ríði dóttur sfna giftu þau í Hítardal 1668 Jóni yngra Vigfússyni sýslumanni, síðar Hólabisk- upi, en þau bjuggu í fyrstu á Leirá sem var eignarjörð Guðríðar, vafalaust móðurarfur hennar.17 Séra Jón Ólafsson á Lambavatni á Rauðasandi segir af eigin raun frá merkisdegi Guðríðar og Jóns Vigfússonar á þessa leið í ættartölubók: Guðríður Þórðardóttir giftist anno 1668 Jóni yngra Vigfússyni, þeirra brúðkaup heiðarlega haldið í Hítardal, þar gengu upp að sögn heimamanna fjórar tunnur brenni- vins að auk annars öls og sæmilegra útláta, þar voru þau heiðurleg heiðurshjón frá Skarði, Eggert Björnsson og Valgerður Gísladóttir með tveimur sínum dætrum, Guðrúnu eldri og Arnfríði, og var riðið í burt föstudagskvöld (sá skrifar þetta er veit og þar var nefndur heiðurlegra hjóna þén- ari). Og frá brúðkaupi Þorsteins sonar þeirra Hít- ardalshjóna segir séra Jón á Lambavatni svo: Þorsteinn Þórðarson erfði Hvol og Hjörts- ey og fleiri jarðir eftir föður sinn, síra Þórð, og giftist Arnfríði Eggertsdóttur á Skarði og Valgerðar Gísladóttur. Og voru bæði brúðkaup Björns Gíslasonar og Þorsteins saman haldin anno 1675 26. septembris á Skarði ... Þorsteinn settist að jörðu sinni Hrafnabjörgum í Hörðudal... ,18 Það hefir verið ríkismanna brúðkaup þennan haustdag á Skarði á Skarðsströnd, en brúðirn- ar voru dætur Eggerts Björnssonar ríka sýslu- manns á Skarði og konu hans Valgerðar Gísladóttur lögmanns Hákonarsonar í Bræðra- tungu. Einsog fram kemur í orðum séra Jóns á Lambavatni var brúður Þorsteins Arnfríður, en systir hennar, Guðrún eldri, var brúður Björns Gíslasonar Magnússonar sýslumanns á Hlíðarenda (Vísa-Gísla).19 Rausn þeirra Hítardalshjóna má skýra með því að Hítardalur var öldum saman talinn meðal bestu brauða landsins. Um staðarfor- ráð þar var deilt þegar á 13. öld sem frá segir í Árna sögu biskups enda staðurinn landmik- ill og gott undir bú.2" Haustið 1642 vísiteraði 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.