Ný saga - 01.01.1995, Page 87

Ný saga - 01.01.1995, Page 87
Að byggja sér veldi embættisins árið 1919 til dauðadags 1950. Arið 1915 var þó formið sem hafði náð sér á strik í byggingum skyndilega nánast úrelt, því timbri var þá að mestu hafnað í byggingar- samþykkt Reykjavíkur. Um vorið hafði orðið stórbruni í miðbænum, fjöldi timburhúsa orð- ið eldi að bráð og heitar umræður spunnist um byggingarhætti og skipulag.12 Eftir þetta réð steinsteypan ríkjum. Sum elstu stein- steypuhúsin voru byggð eftir svip stein- hleðsluhúsa erlendra húsameistara og fylgdu þannig húsasmiðir að nokkru leyti þeirri er- lendu fyrirmynd sem til var í landinu.13 Þúsund ára afmælishátíð Alþingis var vart liðin þegar menntaðir arkitektar tóku að teikna og hanna steypt nútímahús. Nokkrir arkitekt- ar hösluðu sér þá völl í höfuðstaðnum og brátt fylltu þeir tuginn. Sigurður Guðmunds- son hafði komið til starfa árið 1926 en á fjórða áratugnum bættust í hópinn Gunnlaugur Halldórsson, Ágúst Pálsson, Einar Sveinsson, Bárður ísleifsson, Eiríkur Einarsson, Hörður Bjarnason, Halldór Jónsson, Þór Sandholt og Þórir Baldvinsson.14 Arkitektarnir létu til sín taka og fjórði áratugurinn er talinn hafa sýnt hæga „en markvissa þróun, úmnnslu fyrri reynslu og aðlögun nýrra alþjóðlegra sjónar- miða í húsagerð að íslenskum aðstæðum.“15 Þrátt fyrir hægfara þróun í átt til meiri festu í húsagerð ægði saman stefnum og straumum á kreppuárunum, ósamræmi er- lendra hugmynda og innlendra staðhátta leyndi sér ekki. Skömmu áður en kreppan skall á lýsti danskur stúdent Reykjavík. Öfugt við annað sem hann hafði séð á íslandi fannst honum „bærinn ekki tilkomumikill, en þó bauð hann af sér góðan þokka.“ Honum þótti bærinn einna helst „líkjast telpu á gelgju- skeiði - ung og meyr, tæplega þroskuð, en ineð þanin brjóst, fráneyg, með hugann fullan af ævintýrum og merkilegum viðburðum.“ Þessi samlíking festist betur í huga stúdents- ins þegar hann sá húsin í nýbyggðum hverfum bæjarins. „Telpukrakkinn var í þann veginn að breytast í fulltíða kvenmann og kjóllinn var orðinn of þröngur“, ritaði hann, og hélt áfram: [Ajuðvitað varð hún að fá sér nýjan kjól - og auðvitað varð kjóllinn að vera eftir nýj- ustu tísku, bæði að efni og sniði, skorinn Mynd 2. Til hægri á myndinni sést hús Ólafs Thors við Garðastræti. Það var fyrsta funkis- húsið á Islandi og eitt hið fyrsta á Norður- löndum. Arkitekt var Sigurður Guðmunds- son. Um og upp úr 1930 létu fylgismenn funkisstílsins að sér kveða i Reykjavík. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.