Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 56
Björn Bjarnason
felast í reglubundnum heræfingum í landinu.
Sumarið 1995 var í fyrsta sinn æft með
sprengjuflugvélum. Pá höfðu menn einkum
áhyggjur af þvf, að lágflug þeirra yfir hálend-
ið myndi styggja ferðamenn. Fámennur hóp-
ur herstöðvaandstæðinga fór akandi til mót-
mæla við Keflavíkurflugvöll. Af myndum
mátti ráða, að þar væru þeir á ferð, sem hafa
verið ákafastir í andstöðu sinni við dvöl varn-
arliðsins í tvo til þrjá áratugi. Er ljóst, að þessi
pólitíska hreyfing hefur staðnað fyrir 1978
bæði að því er stefnu, þátttöku og baráttuað-
ferðir varðar.
Mynd 1. Þorsteinn
Sæmundsson
afhendir undirskrifta-
iista Varins lands í
Alþingishúsinu. Til
hægri á myndinni eru
Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra og
Eysteinn Jónsson
forseti sameinaðs
Alþingis.
Á Alþingi er ekki lengur tekist á um það af
neinni alvöru, hvort viðhalda eigi varnar-
samningnum við Bandaríkin. Sjónarmið þeir-
ra, sem vilja halda áfram varnarsamstarfinu,
ráða ferðinni. Hið sama kemur í ljós, þegar
litið er til aðildarinnar að Atlantshafsbanda-
laginu (NATO). Andstaða við hana er til
málamynda, sé um hana að ræða. Vegna átak-
anna í Júgóslavíu fyrrverandi ákvað NATO
sumarið 1993 í fyrsta sinn í sögu sinni að beita
vopnum. Pessi sögulega ákvörðun var rædd í
utanríkismálanefnd Alþingis og var ekki
ágreiningur um hana þar.
Enn er það til marks um upprætingu gam-
alla flokkadrátta um íslensk öryggismál, að
vorið 1994 fóru fulltrúar allra flokka í utan-
ríkismálanefnd Alþingis í heimsókn til Was-
hington. Var það í fyrsta sinn, sem efnt var til
slíkrar farar, enda hefði hún verið óhugsandi
fyrir fáeinum árum. Ekki eru nema 17 ár síð-
an utanríkisráðherra Alþýðuflokks í ríkis-
stjórn með Alþýðubandalagi sagðist ekki
mundu ræða öryggis- og varnarmál í ríkis-
stjórninni, hvað þá heldur í utanríkismála-
nefnd Alþingis. í Washington-ferðinni var
ekki aðeins farið til fundar við bandaríska
þingmenn, heldur einnig rætt við embættis-
menn í varnarmálaráðuneytinu, utanríkis-
ráðuneytinu og öryggisráði Bandaríkjafor-
seta. Bar varnar- og öryggismál þar auðvitað
á góma.
Lífseigasta deiluefnið, sem tengist varnar-
samstarfinu við Bandaríkin, snýst um það,
hvort hér á landi séu eða hafi verið kjarn-
orkuvopn. Hefur þetta hvað eftir annað orð-
ið þrætuepli í umræðum um öryggi landsins.
Stefna íslands varðandi slík vopn var kynnt í
bréfi frá 1. febrúar 1958 frá Hermanni
Jónassyni forsætisráðherra til Nikolajs
Búlganíns, forsætisráðherra Sovétríkjanna.
Par segir, að á Islandi verði ekki leyfðar
stöðvar fyrir önnur vopn en þau, sem íslend-
ingar telja nauðsynleg landi sínu til varnar.
Um kjarnorku- eða eldflaugastöðvar á íslandi
hafi aldrei verið rætt og engin ósk komið fram
um slíkt. Pessi umrnæli íslenska forsætisráð-
herrans eru ekki síst merkileg í ljósi þeirra
umræðna, sem orðið hafa í Danmörku síðustu
vikur og mánuði, um að danski forsætisráð-
herrann á þessum tíma, H. C. Hansen, hafi
með þögn sinni, um svipað leyti og þetta bréf
Hermanns var ritað, samþykkt, að Banda-
ríkjamenn færu með kjarnorkuvopn til Græn-
lands.
Pegar kjarnorkuslysið varð í Thule-stöð-
inni á Grænlandi 1968, urðu töluverðar um-
ræður um kjarnorkuvopn og ísland. Síðan
hafa þær verið endurteknar öðru hverju, án
þess að nokkru sinni væri bent á, að íslensk
stjórnvöld hefðu samþykkt slík vopn í landinu
eða Bandaríkjamenn laumast með þau inn í
landið. Tilefni deilnanna hafa verið sérkenni-
leg, til dæmis að landgönguliðar á Keflavíkur-
flugvelli ættu að starfa eftir handbók, sem
kenndi mönnum að fara með kjarnorkuvopn
eða bregðast við hættu af þeim. Nú síðast hef-
ur verið reynt að endurvekja kjarnorku-
54