Ný saga - 01.01.1995, Page 40

Ný saga - 01.01.1995, Page 40
Mynd 1. Yfirlitsmynd af Reykjavík. * Sumarliði R. Isleifsson „...við hlið hennar bliknuðu hinar hallir Babýlonar og Fom' s Um Jules Verne, teiknarann Riou og Island in þeirra bóka sem kom út í Frakk- landi árið 1864 var Voyage au centre de la terre eftir franska ævintýrahöf- undinn Jules Verne.1 Bókin vakti verðskuld- aða athygli, enda höfundurinn þegar orðinn þekktur fyrir að vera einstaklega hugmynda- ríkur og svo var hann nýjungagjarn að hann lét leiðangursmenn jafnvel hafa rafmagnsljós með sér í ferðalagið. Pó að bók Vernes sé það skáldverk útlends höfundar sem hefur fengið einna mesta athygli þeirra rita sem nota ísland sem sögusvið, var höfundurinn þó ekki frumkvöðull að þessu leyti. Má til dæmis geta þess að landi hans, Victor Hugo, skrifaði hryllingsskáldsöguna Han d’Islande (Hans of Iceland á ensku) fyrr á öldinni. En víkjum þá aftur að Voyage au centre de la terre. I bókinni er greint frá ferðalagi Lidenbrocks (Hardwigg í ensku og íslensku útgáfunni) prófessors, sögumannsins Axels (Harry í íslensku og ensku útgáfunni) og hins íslenska leiðsögumanns, Hans. Sem kunnugt er lögðu þeir í mikla ævintýraför, sigldu til Reykjavíkur frá Þýskalandi, fóru þaðan land- veg á Snæfellsnes, klifu jökulinn og fóru síðan niður í gegnum hann og neðanjarðar suður alla Evrópu. Komu leiðangursmenn að lok- um upp um gíg eyjunnar Strombólí, skammt frá Sikiley. Hér verður þráður sögunnar ekki rakinn frekar, enda alkunnur, en sjónurn þess í stað beint að því hvernig Island er kynnt og hvaðan þær hugmyndir eru ættaðar sem birt- ast í texta og myndum bókarinnar. Hvernig má heimfæra þau viðhorf við þær hugmyndir sem algengar voru um ísland og íslendinga upp úr miðri 19. öld? Um þetta leyti hafði verið gefinn út fjöldi ferðasagna um ísland erlendis, enda fjölgaði mjög erlendunr ferða- ntönnum á íslandi um og eftir miðja 19. öld. Sömuleiðis var algengt að fjallað væri um Island í ýmsum yfirlitsritum og í þeim raunar oft byggt á eldri ferðalýsingum. Pá var ritað um Island og birtar myndir í myndskreyttum blöðum og tímaritum frá þessu tímabili (til dæmis The Illustrated London News og L’Univers Illustré). Það var því af nógu að taka fyrir þá sem vildu kynna sér land og þjóð án þess að fara til landsins. Sá hluti bókar Vernes þar sem ísland kem- 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.