Ný saga - 01.01.1997, Page 6
Mynd 1. Brynjólfur
Bjarnason og
Hendrik Ottósson
voru á meðal full-
trúa á 2. þingi
Kominterns. Þar
vonj samþykkt
ströng skilyrði um
inntöku kommún-
istaflokka í Alþjóða-
sambandið.
Hér er forsætis-
nefnd þingsins að
störfum.
s
Jón Olafsson
I læri hjá Komintem
egar Hendrik Ottósson var í
Moskvu 1920 á öðru þingi Kom-
interns ásamt vini sínum og félaga
Brynjólfi Bjarnasyni stakk hann upp á því við
forystumenn Alþjóðasambandsins að íslend-
ingum yrði falið að stofna kommúnistaskóla
til að þjálfa alþjóðlega áróðursmenn.1 Enginn
veit hvernig Zinoviev, Lenín, Búkharín eða
aðrir sem þá voru í framkvæmdastjórn sam-
bandsins tóku þessu kostaboði Hendriks, en
svo mikið er víst að hann fékk áheyrn og tíma
til að kynna hugmyndir sínar.2
Þótt ákafi Hendriks, sem var rétt um tví-
tugt þegar þetta var, sé í besta falli broslegt
dæmi um hve sjálfsálit íslendinga getur oft
verið magnað þá var hugmyndin um komm-
únistaskóla sannarlega raunhæf og brýn. Á
sama þingi komu fram hugmyndir um alþjóð-
legan skóla til að þjálfa atvinnuflokksmenn,
en þær féllu í misjafnan jarðveg. Stalín virðist
hinsvegar strax hafa álitið málið mikilvægt.3
Og það leið ekki á löngu áður en fyrsti flokks-
skólinn sem ætlaður var erlendum kommún-
istum í bland við rússneska var stofnaður í
Moskvu. Hann var kallaður Kommúnistahá-
skóli verkalýðs austurhlutans (Kommunist-
icheskii Universitet Trudiaschikhsia Vostoka,
skammstafað KUTV) og var ætlaður fólki úr
Asíuhluta Sovét-Rússlands og öðrum Asíu-
löndum. Nokkru síðar var stofnaður sam-
bærilegur háskóli fyrir kommúnista úr Evr-
ópuhluta Rússlands og frá vestrænum ríkjum
4