Ný saga - 01.01.1997, Side 9
í læri hjá Komintern
Mynd 6.
Bréf Hendriks
Ottóssonar til
Zinovievs forseta
Kominterns 1920.
dvalið samtímis í Moskvu fyrr eða síðar held-
ur en veturinn 1931-32, en þá munu þeir hafa
verið níu talsins. Norðurlandadeild Vesturhá-
skólans var lögð niður 1933 og voru Norður-
landabúar eftir það sendir á Lenínskólann, að
undanskildum Benjamín Eiríkssyni sem var
tekinn í framhaldsdeild Vesturháskólans fyrir
þýskumælandi nemendur í árslok 1935.23 Á
Lenínskólanum voru að jafnaði tveir til þrír
íslendingar til 1937.
Flestir þeirra íslendinga sem fóru á flokks-
skóla til Moskvu luku einni námsbraut og
hurfu svo heim til starfa fyrir flokkinn. En
ekki allir. Eggert Þorbjarnarson sem var í
þjálfun á Lenínskólanum 1931-33 var boðað-
ur þangað til starfa árið 1934. Honum var ætl-
að að aðstoða deildarstjóra Norðurlanda-
deildar, Allan Walleníus, sem hafði miklar
mætur á Eggert, og jafnframt átti hann að
kenna við deildina. Á starfstíma sínum vann
Eggert með Walleníusi og með Arne Munch-
Petersen.24 Eggert komst áfallalaust heim aft-
ur haustið 1937. Þá var hins vegar búið að
fangelsa báða yfirmenn hans, þá Walleníus og
Munch-Petersen. Walleníus mun hafa látist
1942. Nýlega hefur komið fram að Arne
Munch-Petersen lést af illri meðferð í fangelsi
í Moskvu í nóvember 1940.25 í bókun um Egg-
ert til M.B. Tsjernomordiks, þáverandi starfs-
mannastjóra Kominterns, sagði að Eggert
hefði stundað störf sín af samviskusemi og
ekki væri ástæða til annars en að veita honum
brottfararleyfi.26 Tsjernomordik kembdi ekki
hærurnar heldur, búið var að taka hann af lífi
áður en árið var liðið.27 Fleiri dæmi eru um að
íslenskum flokksskólanemendum hafi boðist
að vera lengur eystra og starfa fyrir Kom-
intern en Eggert mun vera sá eini sem settist
að í Moskvu og varð fastur starfsmaður Al-
þjóðasambandsins.
Annar íslendingur, Stefán Pétursson, fór til
Moskvu haustið 1933 vegna deilna í Komm-
únistaflokki íslands og var við framhaldsdeild
Lenínskólans.28 Stefán hafði verið í forystu
fyrir þeim hópi manna í Kommúnistaflokki
íslands sem vildu ekki útiloka allt samstarf
við sósíaldemókrata. Á 2. flokksþingi KFÍ
urðu hatrammar deilur um afstöðu flokksins
til sósíaldemókrata og um túlkun á boðskap
Kominterns í því efni. Á þessum árum börð-
7