Ný saga - 01.01.1997, Side 15
í læri hjá Komintern
hætti - Lenínskólanum, var að þjálfa almenna
flokksstarfsmenn. Þótt fáeinir norrænna
kommúnistaleiðtoga hafi verið nemendur í
Lenínskólanum, þá var algengara að leiðtog-
arnir litu inn til að halda fyrirlestra eða kenna
eða væru þar í einskonar rannsóknarleyfum.
Það var ekki flokkselítan sem þurfti á mennt-
un að halda heldur vinnumenn flokksins.
Slíkt fólk þurfti að kunna að taka við fyrir-
mælum, hafa reynslu af bolsévísku starfi og
geta dregið réttar ályktanir. Síðast en ekki
síst, þessir starfsmenn flokkanna þurftu að
kunna aðferðir kommúnísks flokksstarfs, til
dæmis þurftu menn að kunna „konspíra-
sjón.“48
Konspírasjón er í stuttu máli listin að villa
um fyrir andstæðingnum. Þetta varð mikilvæg
tækni á seinni hluta þriðja áratugarins og á
þeim fjórða, fyrst með því að flokksstarf í
kommúnistaflokkum varð stöðugt leynilegra.
Síðar, þegar línan breyttist og kommúnistar
tóku að sækjast eftir samstarfi við aðra
vinstriflokka, varð mikilvægt að kommúnísk-
ur armur flokks eða samfylkingar kynni að
villa um fyrir öðrum flokks- eða fylk-
ingarörmum ef nauðsynlegt reyndist. Það má
sjá merki konspirasjónar í Sósíalistatlokknum
svo seint sem 1968. Þá trúði Einar Olgeirsson
sovéska sendiherranum í Reykjavík fyrir því
að nauðsynlegt hafi reynst að beita kon-
spíratórískum aðferðum til að ekki spyrðist
um fjárstuðning sovéska Kommúnistaflokks-
ins við fyrirtæki sem var nátengt Sósíalista-
flokknum.49
Þegar því er haldið fram að í flokksskólum
rússneska Kommúnistaflokksins og Kom-
interns á þriðja áratugnum hafi fyrst og
fremst verið þjálfaðir njósnarar og undirróð-
ursmenn er litið framhjá hinu augljósa. Vissu-
lega þurftu Sovétríkin og þar með hin alþjóð-
lega kommúnistahreyfing á njósnurum og
undirróðursmönnum að halda, en þegar til
lengri tíma var litið var þó mikilvægara að
þjálfa sveitir dyggra flokksmanna sem þekktu
réttan hugsunarhátt, starfsaðferðir og bolsé-
vfskar venjur. Flokksskólanemarnir voru und-
ii' ströngu eftirliti og þeir sem ekki stóðust
kröfur voru lálnir fara. Slíkir nemcndur áttu
sér yfirleitt ekki viðreisnar von í flokkum sín-
um. Flinir sem tóku réttum framförum og
sýndu þau viðhorf sem ætlast var til voru
sendir til síns heima að námi loknu og flokk-
um þeirra gefnar ábendingar um hvers kyns
störf best væri að fá þeim.
Á milli 20 og 30 félagar í Kommúnista-
flokki íslands stunduðu nám í Moskvu á
fjórða áratugnum. í þessari grein hef ég reynt
að gera örlitla grein fyrir því hvað fólst í þessu
námi. Enginn þeirra Islendinga sem luku ein-
hverri hinna almennu námsbrauta Vesturhá-
skólans og Lenínskólans urðu forystumenn í
íslenskri vinstrihreyfingu en flestir störfuðu
ötullega fyrir flokkinn til dauðadags. Og þótt
ekki hafi borið mikið á þessu fólki, þá væri
barnaskapur að gera lítið úr áhrifum þess á
flokkstarf og þróun íslenskrar vinstrihreyfing-
ar frá Kommúnistaflokki Islands til Alþýðu-
bandalagsins.
Tilvísanir
1 Komintern 495-177-15, bls. 25. Bréf Hendriks til G.
Zinovievs þáverandi forseta Alþjóðasambands kommún-
ista. Um það leyti sem Sovétríkin voru að liðast í sundur
og einkum eftir að tilvist þeirra lauk var farið að leyfa út-
lendingum að kynna sér sögulegar heimildir um Komm-
únistaflokk Sovétríkjanna og Alþjóðasamband Komm-
únista sem áður höfðu ýmist verið leynilegar, eða aðeins
opnar tryggum og sovéthollunr flokksmönnum. Suntrin
1992, 1994, 1995 og 1996 átti höfundur þessarar greinar
kost á að vinna um skeið í nokkrum þeirra skjalasafna
sem geyma þessar heimildir í því skyni að safna efni í bók
um tengsl íslenskra sósíalista við Kommúnistaflokk Sov-
étríkjanna og Komintern. 1 þessari grein er einkurn
stuðst við heimildir úr skjalasafni Komintcrns sent varð-
veittar eru í fyrrurn Aðalskjalasafni Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, sem nú ber heitið Rússnesk miðstöð varð-
veislu og rannsókna á heimildunr í nútímasögu
(Rossiiskii Tsentr Khraneniia i Izucheniia Dokunientov
Noveishei Istorii, RTsKhlDNI). Þessar heimildir eru á
þýsku, rússnesku og Noröurlandamálum. Einnig er vísað
til yngri heimilda úr Skjalasafni miðstjórnar Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, sem nú ber heitið Miðstöð
vörslu á samtímaheimildum (Tsentr khraneniia sovre-
mennoi dokumentatsii, TsKhSD) og úr Skjalasafni utan-
ríkisráðuneytis Rússlands. Allt efni í þessum tveimur síð-
artöldu söfnum er á rússnesku.
2 Það fer ýmsurn sögurn af því við hverja þeir félagar töl-
uðu á þessu þingi eða hvort þeir töluðu við nokkurn
mann utan þeirra sem af einhverjum ástæðum slæddust
inn á herbergi til þeirra, en þeirra á meðal var bandaríski
Mynd 18.
Andrés Straumland
og Lilja Halblaub.
Þau voru bæði á
flokksskóla í Moskvu.
Mynd 19.
Eggert
Þorbjarnarson
heldur ræðu á
útifundi.
13