Ný saga - 01.01.1997, Page 23
Laugarneshverfi verður til
lagsins á Innri-Kirkjusandi. Myndin hefur ver-
ið tekin eftir 1925, því það ár var húsið lengst
til hægri byggt. Það hét Viðvík og stóð síðast á
bílastæði afurðasölu SÍS. Laugarnesspítali er
lengst til vinstri, en húsaröðin tilheyrði Is-
landsfélaginu. Nú stendur aðeins það húsanna
sem fjærst er á myndinni. A lóðum hinna hús-
anna er verið að reisa þrjú fjölbýlishús. Laug-
arnesvegur lá á milli Viðvíkur og húsa íslands-
félagsins. Laugarnesbærinn er í bakgrunni.
Það gefur einnig vísbendingu um tímann,
að efst á myndinni, úti við sjó, eru risnir
braggar á Kirkjusandi þar sem breski herinn
hafði vinnubúðir og fangelsi. Þarna er nú at-
hafnasvæði Strætisvagna Reykjavíkur, sem
bræðurnir frá Laugarnesi stofnuðu, hinir
sömu og ráku verslunina á horni Laugarnes-
vegar og Sundlaugavegar. Strætó var stofn-
að árið 1931. í fyrstu var aðsetur fyrirtækisins
við Rauðarárstíg en fljótlega voru höfuð-
stöðvarnar fluttar niður á Snorrabraut. Það
nafnið Hrísateigur. Þar var fyrir steinbær
sem Magnús Egilsson steinsmiður reisti ár-
ið 1911 og nefndi Kirkjuland. Guðsteinn
Eyjólfsson klæðskeri keypti húsið árið 1926
og fjölskyldan hélt þar til á sumrin um árabil
og hafði lítilsháttar búskap. Kristinn, sonur
Guðsteins, átti heima þarna til skamms tíma
og rak þar gróðrarstöð.
var ekki fyrr en Reykjavíkurbær hafði keypt
fyrirtækið, að það var flutt inn á Kirkjusand.
Efst á myndinni sést, að kominn er vegur í
framhaldi af Sundlaugavegi, í áttina til mið-
bæjarins, framhjá Fúlutjörn eða Lækjar-
bakka, sem sést einnig á mynd 2. Eftir að
það hús var rifið reis þar Klúbburinn, en nú
er þar nýlegt hótel, og framhald Sundlauga-
vegar heitir nú Borgartún.
21