Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 24

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 24
Helgi Skúli Kjartansson Tilgangur þessarar greinar er að rekja vissa mögulega þræði í sögu landnáms- aldar og leggja í dóm lesenda Mynd 1. Hæpin hugsýn. Óvíst er hvort djúpbyggði knörinn hafi verið fundinn upp svo snemma að landnámsmenn Islands ættu slíkar fleytur. Fullorðnir stórgripir hafa verið erfiður flutningur um úthafið og útilokað að land- námsleiðangur flytti með sér búfé sem gæfi af sér veru- lega björg fyrstu misserin. Landnámið eftir Forsögulegt tímabil ~ || ENGI LÉTUM VIÐ ÍSLENDINGABÓK OG I / Landnámu duga til þess að láta svo - heita, að við ættum ritheimildir um sögu landsins frá upphafi. En þótt einhverjar samtímaheimildir séu til sem skipta máli um elstu sögu íslands (varla þó nema Dicuilus, sá sem vissi til þess að um 800 hefðu einsetu- menn tínt lýs úr skyrtum sínum við ljóma miðnætursólar norður á Thule'), þótt vel megi vera að einhver kveðskapur sé varð- veittur sem að stofni til sé ortur af fyrstu kyn- slóðum íslendinga, og þótt eitthvað af munn- mælaefni íslenskra fornrita eigi vafalaust ræt- ur að rekja til elstu byggðar í landinu - þá er það ekki nóg.2 Bæði hefur raunsærri gagnrýni gjörbreytt mati okkar á heimildargildi forn- rita, og svo hafa orðið framfarir á öðrum svið- um (ekki síst í fornleifafræði) sem stæla okk- ur til að horfast í augu við takmarkanir rit- heimildanna. Sögulegur tími - sá tími sem að verulegu leyti og með nokkru öryggi má skoða í ljósi ritaðra heimilda - rennur því ekki upp á ís- Iandi fyrr en eitthvað í kringum kristnitök- una. (Hvorum megin hryggjar hún sjálf liggur, það er stór spurning sem ég leiði að þessu sinni hest minn hjá.) Það er þá fornleifafræðin sem verður, smám saman og með sínum kostnaðarsömu aðferðum, að leggja grunn að íslandssögu Iandnámsaldar. Hefur raunar að nokkru marki gert það nú þegar,3 en samt má búast við að núgildandi hugmyndir okkar um þessa sögu eigi eftir að úreldast býsna ört við forn- leifarannsóknir næstu ára og áratuga. Rannsóknaraöferð ímyndunaraflsins Okkur dugir samt ekki að setjast niður og bíða hinnar endanlegu vissu um vandamál landnámssögunnar, enda er lítið um endan- lega vissu í sagnfræði, heldur verðum við að meta þær vísbendingar sem á hverjum tíma eru tiltækar - og geta svo í eyðurnar. Jafnvel við sögukennslu í barnaskólum reynist nauð- synlegt að fara langt út fyrir mörk traustra heimilda og láta börnin í staðinn álykta um hvernig eitt og annað hljóti að hafa verið þeg- ar fólk kom til að setjast að í óbyggðu landi/ 1 \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.