Ný saga - 01.01.1997, Síða 26

Ný saga - 01.01.1997, Síða 26
Helgi Skúli Kjartansson Mér er skapi næst að skil- greina hið eigin- lega landnám sem innflutning þess fólks sem flutti með sér búféð að þetta sama fólk hafi flutt með sér hina nor- rænu tungu og menningu sem einkennir ís- land þegar sögur hefjast, og sótti sú skoðun nýjan styrk í rannsóknir Stefáns Aðalsteins- sonar á norrænum uppruna íslensku búfjár- kynjanna.6 Sömuleiðis að það hafi numið landið í þeim formlega skilningi að efna til eignarréttar að bújörðum sem náð hafi yfir mikið af nýtanlegu landrými - það er land- námshugtak fornritanna. Fornleifarannsóknir á einstökum stöðum hafa leitt í ljós beinar minjar um búfé, það er bein þess og hús sem yfir það voru byggð. Víðtækustu menjar um tilkomu búfjárins eru þó gróðurfarsbreytingarnar sem vitna um áhrif beitar og ruðningu skóga til að auka engjar.7 Þegar þær koma fram hlýtur búfé að hafa verið allmargt í landinu, hvort sem inn- flutningur þess hefur dreifst á marga eða fáa áratugi þar á undan. Pað er að vísu erfitt að setja sér fyrir sjónir hvernig fólk gat komið bústofni yfir íslands- haf við samgöngutækni 9. aldar. Pá var varla einu sinni búið að finna upp knörinn, heldur hefur fólk vísast lagt á hafið á einhvers konar Gaukstaðarskipumlí þar sem mesta basl hefur verið að eiga við skepnuflutning ásamt fóðri og vatni til margra vikna ferðar - það þurfti að vísu ekki að vera ríflegt handa sauðkind- um sem eru ákaflega lífseigar. Það breytir ekki svo miklu hvort leiðangrar hafa verið út- búnir með mörgum skipum samflota. Hvert skip hefur þurft nokkuð fjölmenna áhöfn og nógu fjölbreyttan útbúnað til að fólkiö gæti bjargað sér þótt það yrði viðskila við hin skip- in; þannig hefði leiðangur á fleiri skipum varla getað flutt miklu fleira búfé miðað við fólk en smærri leiðangur. Höfundar fornrita leyfa sér reyndar, þegar söguþráður krefst, allmikla bjartsýni á búfjár- flutning. Minna má á Hjörleif, félaga Ingólfs, sem hafði með sér dráttaruxa og útsæði og lét sig ekki muna um að efna til akuryrkju í leið- inni meðan þeir fóstbræður voru að leita sér að framtíðarbústað. Eða Þorfinn karlsefni sem gerði út leiðangur á einu skipi frá Græn- landi til Vínlands og hafði með sér mannýgt naut og annað „graðfé“, auk málnytupenings í svo stórum stíl að á öðru sumri hafa ný- byggjarnir - nærri 70 manns - ærinn mjólkur- mat til sölu umfram eigin neyslu. En svona hefur landnám íslands ekki farið fram. Hing- að hafa komið fjölmennar skipshafnir á burð- arlitlum skipum og haft með sér fátt búfé, varla eldri skepnur en ársgamlar, nema ef til vill nokkrar ær sem legið hafa í kös bundnar á fótum og getað hjarað lengi án verulegs fóð- urs. Afurðir þessa bústofns - aðallega mjólk- in - hafa með engu móti framfleytt fólkinu fyrstu misserin. Það er kannski ekki tæknilega útilokað að landnámsmaður hafi notað nokkrar vikur til að heyja og koma upp skýlum, drifið sig svo aftur til Noregs með megnið af mannskapn- um, en skilið eftir fáeinar hræður, vel nestað- ar, til að passa skepnurnar fyrsta veturinn; komið aftur að ári með meiri fénað; og ekki sest að í landinu fyrr en búskapur var orðinn nógur til að lifa af. En þetta er allra hluta vegna ólíkleg aðferð. í raun hlýtur landnámið að hafa byggst á því að fólk treysti sér til að afla matar með veiðum og söfnun, lifa á slíku nær alfarið fyrsta árið og að verulegu leyti nokkur ár í viðbót, meðan ám og kúm var fjölgað sem mest mátti. Veiðimannastig eða viðgangur búfjár Ég veit ekki til að fornleifar hafi fundist sem vitni um þetta óhjákvæmilega frumstig land- náms, og mér er óljóst hversu föst búseta fólks hefur verið á því stigi, hvers konar föng voru sótt og hve víða. Ekki er ég viss um að lífið hafi endilega verið mjög erfitt þrátt fyrir búfjárskortinn. Það hefur að vísu farið gríðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.