Ný saga - 01.01.1997, Side 29
Landnámið eftir landnám
um tilvikum að skerða afraksturinn. Þannig
hefur orðið erfiðara að lifa af landsins gæðum
meðan bústofninn var sáralítill.
3. Hins vegar hafa fyrstu landnemarnir eft-
ir fáa áratugi verið komnir með bústofn sem
var yfrið stór, bæði miðað við neysluþörf
heimilanna og vinnuafl þeirra til heyskapar
og skepnuhirðingar. Með einhverjum hætti
hljóta nýkomnir nágrannar að hafa haft að-
gang að þessum bústofni til viðbótar þeim
sem þeir fluttu með sér. Kannski með því að
kaupa sér gripi, kannski þannig að hluti ný-
komna fólksins réðist í vinnu á búum þeirra
sem fyrir voru, eða í þriðja lagi að aðkomu-
fólkið gerðist skjólstæðingar fyrri landnáms-
manna og fengi á þeirra vegum bæði land og
bústofn.
Samspil fyrrnefndra atriða hefur mikið far-
ið eftir því hve hratt landið byggðist. Ef land-
námsfjölskyldur komu tugum saman á hverju
ári, það er ef landnámið gerðist í eins konar
„þjóðflutningastíl“ sem vissulega þekkisl í
sögu germana, gat farið að muna verulega um
fyrri atriðin, minna úrval af landi og þrengri
aðgang að hlunnindum, áður en þorri bænda
var orðinn aflögufær um búfé, og má þá gera
ráð fyrir að aðdráttarafl íslands hafi þorrið
nokkuð um sinn. Hafi landnám hins vegar
gengið hægar í byrjun, hefur búfjárfjölgunin
haft sín áhrif tiltölulega fyrr.
Hvort heldur var, þá hefur sá tími komið
að ekki var lengur raunhæft að gera út land-
námsleiðangra til íslands eins og það væri
óbyggt mönnum. Nýbyggjar hlulu að ganga út
frá því meira og meira, að tækifæri sín í nýja
landinu tengdust byggðinni sem þar væri fyr-
ir. Meðal annars - og það markar þáttaskilin
gagnvart því landnámshugtaki sem ég beiti
hér - varð ástæðulaust að flytja með sér bú-
stofn til lands sem þegar hafði hann yfirfljót-
anlegan. Jú, maður tók kannski með sér kálf
undan eftirlætiskúnni, svona til að viðhalda
stofninum; eða lambhrút af forustukyni sem
ekki mátti deyja út; eða geithafurinn sem
maður hafði nú einu sinni helgað vættinni í
bæjarfjallinu og gat eiginlega ekki skilið eftir.
Eitthvað svona, en ekki þann stofn sem ætti
að duga heimilinu til frambúðar; það var ein-
faldlega óþarfi.
Mynd 4. Titilblað
Landnámabókar
í útgáfu frá árinu
1688.
Landnám „eftir landnám“?
Þar með var „landnáminu“ lokið - þannig
séð. En það er ákaflega ólíklegt að á þeim
tímamótum hafi dregið úr innflytjenda-
straumi lil landsins. Það hafði ekki orðið erf-
iðara að koma sér fyrir á íslandi við það að
búfé fjölgaði í landinu, heldur einmitt auð-
veldara - hvílíkur munur að þurfa ekki leng-
ur að baslast yfir hafið á fljótandi húsdýra-
garði, Örkinni hans Nóa í vasabroti.
Hvenær var þessum mörkum náð? Smám
saman, í þeim skilningi að elstu landnámin
fóru kannski að draga til sín búfjárlausa inn-
flytjendur - frændur og vini, keypta þræla eða
eitthvað þar á milli - á sama tíma og enn voru
gerðir út sjálfbærir leiðangrar til landnáms í
öðrum héruðum. En svo hefur byggðin náð
því marki að verða nokkurn veginn samfelld
um meginhéruð landsins, með kynnum
manna á milli, viðskiptum og fréttaflutningi.
Þá voru það ekki bara einstök landnám sem
höfðu búfé aflögu og gátu tekið við innflytj-
endum, heldur ísland í heild, sem samfélag og
hagkerfi.
Að sönnu ekki markaðshagkerfi í nútíma-
skilningi, en þó sprottið af menningu sem við-
urkenndi verslun og viðskipti, bæði með vör-
Nýbyggjar hlutu
að ganga út frá
því meira og
meira, að tæki-
færi sín í nýja
landinu tengdust
byggðinni sem
þar væri fyrir
27