Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 40
Hrefna Margrét Karlsdóttir
1807 hafi hann verið búinn að fá húsið endur-
bætt á kostnað hins opinbera.19 Öruggt má
telja að fangar hafi unnið að þessu að ein-
hverju leyti. Vinna hélt áfram við kirkjuna í
maímánuði og vinnudögum fjölgaði að sama
skapi. Einnig var unnið við hús Trampes stift-
amtmanns, að niðurrifi Hólavallaskóla og að
einni nýbyggingu sem gekk undir nafninu
„Det Nye Hus“.20 Ekkert finnst í heimildum
um hvaða hús er átt við. Vinna hélt áfram við
skólann allt sumarið og við Nesstofu fram í
september.21 Eftir 1808 finnast engin dæmi um
slíkar byggingarframkvæmdir og má að öllum
líkindum rekja það til ófriðarástandsins.
Flesta daga voru menn þó við mógröft, eða
allt upp í 15 daga í senn, enda sýna eignaskrár
fyrir árin 1809 og 1810 verkfæri til mótekju.22
Fangi var sjaldnast lengur en einn til einn og
hálfan dag í einu við garðhleðslu eða vinnu
við opinberar byggingar. Allir vinnufærir
fangar fengu eitthvað að starfa yfir sumar-
mánuðina í mógreftri og annarri útivinnu fyr-
ir fangelsið. Hér er átt við sumrin 1807 og
1808 því 1809 settu Jörundur byltingarmaður
og Danakonungur strik í reikninginn.
Asjo
Eins og áður hefur verið minnst á skyldu
karlfangar stunda sjóróðra fyrir tukthúsið.
Gera átti út sexæring og tvo góða báta.23
Einnig sést í skrám yfir innanstokksmuni og
fleira frá 1809 að skinnfatnaður til sjóróðra er
til.24 Róið var árin 1791, 1807, 1808 og 1809.
Mismunandi er hversu margir fóru til veiða
og hversu marga daga þeir reru. Þarna kann
ýmislegt að hafa valdið, veðurfar, heilsufar
fanga og ef til vill ótti við strok. Yfirleitt voru
það sömu fangarnir sem reru til fiskjar sumar
eftir sumar og hófust róðrar yfirleitt í mars og
stóðu fram til júlíloka. Fimm þeirra voru
fangar sem sátu lengi inni, ísleifur Sigurðs-
son sem dæmdur var fyrir blóðskömm, Jónas
Jónsson, Gísli Sigurðsson og Ari Teitsson,
sauðaþjófar, og Jón Illugason þjófur. Árið
1807 var þó róið nokkra daga í nóvember og
er það í eina skiptið sem fangar stunduðu
róðra að hausti til.25
Samhliða útræði skapaðist önnur vinna.
Verka þurfti fiskinn sem kom á land. Fisk-
Mynd 6.
Bessastaðastofa.
Mynd 7.
Hólavallarskóli.
ársins hvort ár og var hún mjög takmörkuð.
Eftir það finnast engar heimildir um slíkt fyrr
en 1791, en þá má sjá að fangar eru að vinna
við dómkirkjuna og á Bessastöðum, auk
vinnu hjá bæjarbúum og við sjóróðra.16
Fangar unnu að jafnaði þau störf utandyra
sem enginn annar vildi sinna eða erfiðisvinnu.
Á árunum 1807-10 var mótekja og hleðsla
grjótgarða ein algengasta sumarvinna fanga,
hvort tveggja erfið og slítandi verk. Einnig
voru fangar settir í vinnu við opinberar bygg-
ingar.17 Bæði Nesstofa og Bessastaðakirkja
finnast í vinnuskrá fyrir apríl 1807.18 í Árbók-
um Jóns Helgasonar er sagt frá því að þegar
Klog landlæknir flutti að Nesi í fardögum
Mynd 5.
Dómkirkjan i
Reykjavik
í upprunalegri
mynd.
38