Ný saga - 01.01.1997, Page 49
„Þyki mér kenningar
annarra ófullnægjandi,
bý ég til mmar eigina
segir Arthur Marwick í viðtali við Guðmund Jónsson
rthur Marwick hefur verið pró-
fessor í sagnfræði við Open Uni-
versity í Englandi síðan 1969. Hann
er þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sín-
ar og ritverk um félags- og menningarsögu 20.
aldar. Hann hefur skrifað mikið um áhrif
heimsstyrjaldanna tveggja á samfélagshætti
Evrópuþjóða, en einnig um stéttir og stétta-
skiplingu, menningu og listir - og fegurðina.
A Islandi er hann sennilega þekktastur fyrir
The Nature of History, inngangsbók í sagn-
fræði sem er skyldulesning sagnfræðinema í
Háskólanum. íslenskum áhugamönnum um
sögu lánaðist að kynnast betur sagnfræðingn-
um og manninum Arthur Marwick þegar
hann kom til íslands í maí síðastliðnum og
flutti opnunarfyrirlestur á íslenska söguþing-
inu. Guðmundur Jónsson greip tækifærið og
tók hann tali einn morguninn.
Staðreyndir og staðleysur
í sagnfræði
Bók þín Nature of History hefur notið mik-
illar velgengni og er enn eftir þrjátíu ár vinsœl
inngangsbók í sagnfræði. Hvernig skýrir þú
þessa velgengni?
Aðalástæðan er líklega sú að þetta er mjög
einföld bók. Á síðari hluta sjöunda áratugar-
ins fannst mér brýn þörf á bók sem útskýrði
hvað sagnfræðingar gerðu og hvernig þeir
störfuðu. Vinsælasta bókin í Bretlandi af
þessu tagi var bók E.H. Carrs, What is Hi-
story?, sem er fullkomlega misvisandi bókar-
titill vegna þess að hún fjallar alls ekki um
hvað sagnfræði er heldur álit Carrs á því hvað
sagnfræðin ætti að vera út frá sjónarhóli sann-
færðra marxista. Hin aðalbókin í Bretlandi
var Métier d’Historien eftir hinn ágæta sagn-
fræðing Marc Bloch. Þetta er dásamleg bók
en hún þótti of flókin fyrir stúdenta. Ég hafði
fyrst og fremst í huga sagnfræðinema á fyrsta
ári í skoskum háskólum og ef til vill nema á
síðasta ári í framhaldsskólum.
Núna finnst mér fyrsta útgáfan fremur ein-
feldningsleg enda var ég aðeins rétt rúmlega
þrítugur þegar ég skrifaði hana. Ég var ekki
alveg ánægður með aðra útgáfuna en þá
þriðju endurskoðaði ég frá grunni. Svo ég
svari spurningu þinni beint þá er rauði þráð-
urinn hinn sami í öllum útgáfunum. Ég færi
rök fyrir því að sagnfræðin sé mikilvægt við-
fangsefni, ég orða það svo að sagan sé félags-
Hin aðalbókin
í Bretlandi
var Métier
d’Historien
eftir hinn ágæta
sagnfræðing
Marc Bloch.
Þetta er
dásamleg bók
en hún þótti
of flókin fyrir
stúdenta
47