Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 50
Viðtal við Arthur Marwick
ARTHUR MARWICK
THE
N A T U R E
T h i r (I E d i l i o n
... má jafnvel
segja að nú
sé litið á mig
sem einn helsta
andstæðing
þeirra
leg nauðsyn. í öðru lagi held ég því fram að
allir sagnfræðingar, á hvaða sviði sem þeir
eru, þurfi að hafa á valdi sínu ákveðna færni,
aðferðir og reglur til að rannsaka frumheim-
ildir. Það sem ég held að fólk sjái við þessa
bók er að hún er vafningalaus, skýr og látlaus
og þess vegna hefur hún orðið svo vinsæl.
Pótt þú ræðir um hlutlœgni í sagnfræði í
síðustu útgáfu Nature of History er þar lítið
fjallað um póstmódernismann sem svo mjög
hefur verið í tísku á síðustu tíu árum. Hvað
veldur?
Ástæðan er í fyrsta lagi sú að í Nature of
History vildi ég ekki víkja af leið og fjalla um
flókin mál heldur halda mig við tilgang og að-
ferðir sagnfræðinnar. En það er rétt að ein-
mitt um þetta leyti voru póstmódernistarnir
farnir að vega að sagnfræðingunum. Ég vildi
ró og spekt og á meðan póstmódernistar
fengust einkum við listasögu og bókmennta-
fræði fannst mér ekki brýnt að blanda mér í
leikinn. En síðar fór ég að skrifa gegn þeim og
í framhaldi af því kom ég af stað umræðu á
vegum Open University við Hayden White,
einn þekktasta fulltrúa póstmódernista. Fyr-
irlestur minn birtist aukinn og endurbættur í
Journal of Contemporary History í janúar
1995 og Hayden White svaraði í aprílhefti
sama tímarits. Upp frá því hef ég tekið mik-
inn þátt í skoðanaskiptunum við póstmódern-
ista og má jafnvel segja að nú sé litið á mig
sem einn helsta andstæðing þeirra.
Pegar ég endurskoðaði Nature of History á
níunda áratugnum voru önnur mikilvægari
viðfangsefni mér ofar í huga. Ég hafði þróað
með mér nýjar hugmyndir um meðferð heim-
ilda, auk þess vildi ég fjalla nánar um söguleg-
ar staðreyndir og hvernig ætti að skrifa um
sagnfræði. Póstmódernismi skipti ekki miklu
máli á þessum árum, hann var flestum stúd-
entum framandi og varðaði ekki vinnu þeirra.
Petta gerbreyttist á fáum árum og eftir að
hafa borið hugmyndir mínar á torg í tímaril-
um og fyrirlestrum get ég fullvissað þig um að
ég mun fjalla nánar um þetta í fjórðu útgáfu
bókarinnar.
Segðu mér meira um hvar þig greinir á við
E.H. Carr.
I Nature of History vitna ég í Carr á tveim
stöðum. í fyrra skiptið varðandi fáránlegt
dæmi hans um hvað sé söguleg staðreynd.
Pað er á þá lund að maður sem seldi pipar-
kökur var barinn í þorpinu Stalybridge í Wa-
les árið 1850. Carr getur þess að annar frægur
Cambridgesagnfræðingur, George Kitson
Clark, fjalli um þetta atvik. Síðan spyr Carr:
Er þetta söguleg staðreynd eða ekki? Hann
svarar spurningunni með því að þetta atvik sé
svipað því þegar maður sækir um inngöngu í
klúbb. Búið er að mæla með honum en eftir
er að greiða atkvæði um hvort hann fær inn-
göngu í klúbbinn eða ekki. Ef atvikið sem
Clark vekur máls á er talið gott og gilt af öðr-
um sagnfræðingum og ratar inn í bækur þeirra
þá verði það að sögulegri staðreynd. Ég tel að
þessi útlistun Carrs sé gersamlega út í hött.
Það sem sagnfræðingurinn hlýtur að spyrja
um varðandi þetta atvik er hvort heimildir
séu til um það, og ef svo er hvort heimildirn-
ar sýni fram á tilvist þess - ekki hitt hvort ein-
hverjir aðrir hafi getið atviksins.
Enn hæpnari er þó gagnrýni Carrs á þá
sagnfræðinga sem „knékrjúpa fyrir skjölun-
um“, eins og hann orðar það. Hann gagnrýn-