Ný saga - 01.01.1997, Page 57

Ný saga - 01.01.1997, Page 57
„Bý til mínar kenningar sjálfur“ helsta vandamál kvenna sé ekki kúgun þeirra, lág laun og leiðinleg störf, heldur tungumálið sjálft sem noti orðræðu feðraveldisins, tali niður til þeirra og skipi þeim þannig á óæðri bekk. í»að er auðvitað eitthvað til í þessu, en ég er ekki viss um að sagnfræðingar hafi litið framhjá þessu áður fyrr. Ég tel t.d. að eitt og annað komi fram um þetta í bók minni The Deluge um fyrri heimsstyrjöldina. í nýju fé- lagssögunni er þetta atriði sett á oddinn og stöðugt hamrað á því að orðræðan eða frá- sögnin eigi sér sjálfstæða tilveru. Fylgismenn nýju félags- og menningarsögunnar eru ekki margir, en hún er áberandi í sumum tímarit- um. Mér finnst greinar í þeim ómerkilegar og að þær leggi lítið til stóru málanna. Ég hef á tilfinningunni að höfundarnir verði að velja eitthvað mjög smátt í sniðum til að geta beitt aðferðum sínum. Fað eru tvær fastar stöður í menningarsögu við háskóla í Bretlandi, Jeffrey Richards í Lancaster er í annarri og hann má telja hefð- bundinn, jafnvel hefðbundnari en mig. Hin er í York og var augljóslega sniðin fyrir þá sem vildu starfa í anda nýju menningarsögunnar. Þar situr þekkt fræðikona og hefur einkum fengist við vísindasögu undir áhrifum Foucaults í bland við femínisma. Pað sem mér finnst hins vegar mikilvægast innan félagssögunnar eru rannsóknir á sög- unni „neðan frá“, á hversdagslífi fólks, en þessi þróun hefur verið í gangi í meira en þrjá áratugi. Sagnfræðingar láta sér ekki lengur nægja að skoða hversdagslíf fólks út frá stéttarfélögum og stjórnmálaflokkum. Verka- lýðssagan var of lengi saga stofnana sem verkalýðsstéttin hafði komið á fót, en aðeins minnihluti hennar var virkur í þeim. Fræði- menn hafa horfið frá gamaldags stofnanasögu og beint athyglinni að mataræði, venjum og hversdagslífi fólks. Lfpp á síðkastið þykir mér mjög áhugaverð þróun hafa orðið í saman- burðarrannsóknum og breyttum áherslum í viðfangsefnum, þar sem athyglin hefur færst frá dægurmenningunni, sem hefur mikið ver- ið rannsökuð, og að hámenningunni. Einnig má nefna að fræðimenn hafa víkkað tíma- mörk rannsókna sinna og nú er t.d. mikill áhugi á fornöldinni, sögu Grikkja og Róm- verja, þar sem menn einblína ekki lengur á hinar klassísku bókmenntir heldur eru jafnvel farnir að beita aðferðum mannfræðinnar. Samfélagsbreytingar sjöunda áratugarins Þú ert núna að leggja lokahönd á nýja bók. Um hvað fjallar hún? Þetta er samanburðarrannsókn á sjöunda áratugnum sem tekur til fjögurra landa. Ég nota fjölbreytilegar heimildir og ætti það eitt sér að gera bókina athyglisverða. Ég reyni að útskýra af hverju þetta tímabil er svo sérstakt, hvernig það varð til og hvaða áhrif það hefur haft á það sem eftir lifði af 20. öldinni. Eins og búast má við er ég gagnrýninn á greiningu póstmódernista og marxista á þessu tímabili og það skiptir miklu máli því einmitt þeir voru hvað virkastir á þessu árabili. Þótt ég dá- ist að þeim sem mótmæltu slæmum aðbúnaði í háskólum og styrjöld Bandaríkjamanna í Víetnam held ég að þeir hafi aldrei átt neina möguleika á því að bylta samfélaginu. Fræðimenn hafa horfið frá gamaldags stofnanasögu og beint athyglinni að mataræði, venjum og hversdagslífi fólks 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.