Ný saga - 01.01.1997, Page 84
Margrét S. Björnsdóttir
spillingu og fyrirgreiðslu hafði mikil áhrif,
einkum á Alþýðuflokkinn. Áhrif þess síðar-
nefnda með gagnrýni á pólitíska fyrirgreiðslu
og spillingu urðu þó ekki djúptæk, meðal ann-
ars vegna þess hversu pólitísk fyrirgreiðsla er
inngróin í íslensk stjórnmál. Áhrif Kvenna-
framboðs og Kvennalista eru augljós. Flest
baráttumál þeirra eru að minnsta kosti í orði
kveðnu orðin viðtekin í hinum stjórnmála-
flokkunum. Áhrif Þjóðvaka eru umdeilan-
legri. Eina sérmál hans var krafan um sam-
starf félagshyggjuflokka og hann var eini
stjórnmálaflokkurinn sem lýsti því yfir fyrir
Mynd 1.
Borgarstjórnar-
flokkur
Reykjavikurtistans.
síðustu kosningar að hann útilokaði ríkis-
stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum.
Það má hins vegar benda á að framboð Þjóð-
vaka átti verulegan þátt í fylgistapi Alþýðu-
flokks í síðustu kosningum. Þar með kom
Þjóðvaki líklega í veg fyrir að Alþýðuflokkur
færi aftur í stjórn með Sjálfstæðisflokknum
eins og vilji hans stóð til. Þannig lagði Þjóð-
vaki lið þeirri gerjun sem nú er milli þeirra
flokka sem standa utan ríkisstjórnar. Gerjun
sem að minnsta kosti væri með öðrum hætti
ef Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur væru
saman í ríkisstjórn.
Mun sagan endurtaka sig?
En er eitthvað að gerast nú sem bendir til
þess að flokkakerfið sé að breytast? Mun sag-
an ekki bara endurtaka sig þannig að þeir úr
forystu Þjóðvaka sem vilja halda áfram fari í
framboð með eða fyrir Alþýðuflokkinn og
Kvennalistakonur sem vilja starfa áfram að
stjórnmálum skipti sér milli A-flokkanna? Og
að forystumenn A-flokkanna að sínu leyti
telji sér og sínum hagsmunum betur borgið í
„gamla“ flokknum. Má ekki einnig halda því
fram að Alþýðuflokkur eigi meira sameigin-
legt með Sjálfstæðisflokki en Alþýðubanda-
lagi, sem að sínu leyti eigi meiri samleið með
Framsóknarflokki en Alþýðuflokki?
Ég held því fram hér að sagan sem áður var
rakin muni ekki endurtaka sig. Þrátt fyrir
augljósar mótsagnir milli (stefnumála) A-
flokkanna muni verða breyting á fjórflokka-
kerfinu fyrir næstu kosningar. Til verði kosn-
ingabandalag A-flokkanna, Þjóðvaka og
Kvennalista.
Fyrir því eru margar ástæður. Endalok
kalda stríðsins skipta að sjálfsögðu máli og
einnig breytt afstaða þessara flokka til mark-
aðsbúskapar og ríkisafskipta í atvinnumálum.
Ég tel þó að aðrir atburðir sem gerst hafa
skipti ckki síður máli og skulu þeir því raktir
hér.
Reykjavíkurlistinn 1994 og áhrif
skoðanakannana þá og nú
Fyrst vil ég nefna sigur Reykjavíkurlistans í
borgarstjórnarkosningunum 1994. Sameigin-
legt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í
Reykjavík átti sér langan aðdraganda. Árið
1985 höfðu verið settar fram kröfur innan
allra minnihlutaflokkanna um sameiginlegan
lista í Reykjavík í kosningunum 1986. Á þeim
árum starfaði Málfundafélag félagshyggju-
fólks sem þá beitti sér fyrir sameiginlegum
lista, en í því félagi starfaði saman ungt fólk
úr öllum flokkum nenia Sjálfstæðisflokki.
Hugmyndin um sameiginlega lista gegn Sjálf-
stæðisflokknum fékk þá ekki mikinn hljóm-
grunn. í aðdraganda næstu borgarstjórnar-
kosninga árið 1990 var meiri kraftur í þessari
kröfu, sem endaði í framboði Nýs vettvangs,
82