Ný saga - 01.01.1997, Page 86

Ný saga - 01.01.1997, Page 86
Margrét S. Björnsdóttir Mynd 3. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður ávarpar stofnfund Grósku íjanúar 1997. Mikilvægt er og að íslenskur almenningur er á ný farinn að kveðja sér hljóðs í skoðana- könnunum. Á síðastliðnum tveimur mánuð- um hafa verið birtar tvær skoðanakannanir sem sýna að flokkur sameinaðra jafnaðar- manna yrði stærsti flokkur landsins með 45-49% fylgi, yrði hann einn í framboði ásamt Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Þetta mun hafa mikil áhrif á þá sem í dag eru andsnúnir nýju kosningabandalagi jafnaðar- manna. Röskva, Gróska Það sem ég vil nefna næst sem stuðning við væntanlegt kosningabandalag jafnaðarmanna er reynsla þeirrar kynslóðar sem starfað hef- ur í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks í Háskóla íslands. Röskva hefur í sjö síðustu kosningum til Stúdentaráðs unnið sigra á Vöku, samtökum hægrimanna í Háskólanum. Það voru félagar úr Röskvu, að undanskild- um þeim framsóknarmönnum er þar hafa starfað, ásamt ungliðum úr A-flokkunum, Þjóðvaka, Kvennalista og fleirum, sem stofn- uðu Grósku - samtök jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks, á afar fjölmennum fundi í lok síðasta árs. Á þeim stofnfundi kom glöggt fram að þetta unga fólk vill starfa saman í stjórnmálum, vill að flokkar þeirra leggi sam- an og virðist ekki vera mjög þungt haldið af þeim málefnaágreiningi sem einu sinni var milli þeirra ílokka sem þau koma úr. Tveir af áhrifamiklum forystumönnum Grósku, þau Þóra Arnórsdóttir og Robert Marshall, hafa lýst yfir því að þau muni ekki starfa nema fyrir sameiginlegt framboð í næstu þingkosn- ingum. Það vita allir sem unnið hafa í stjórnmála- flokkum að unga fólkið skiptir sköpum fyrir allt innra starf. I Grósku og Röskvu hefur þetta fólk starfað saman, náð saman um meg- inmál og það sem meira er kynnst því að sam- einuð geta þau náð árangri. Reynsla unga fólksins í Röskvu og stofnun og starf Grósku mun að mínu áliti hafa mikil áhrif á væntan- legt kosningabandalag. Flokkarnir sjálfir Innan flokkanna sjálfra hefur margt gerst sem styður hugsanlegt kosningasamstarf í næstu þingkosningum. Ég hef þegar nefnt farsælt samstarf í Reykjavikurlista. Innan Alþýðu- flokksins eru allir þeir sem síðastliðiö ár hafa tjáð sig á stærri fundum flokksins eða í Al- þýðublaðinu verið mjög meðmæltir sameigin- legu framboði í þingkosningum og ég fullyrði að Alþýðuilokkurinn yrði heilshugar með í slíku samstarfi. Það sama gildir að sjálfsögðu um Þjóðvaka sem hefur þetta beinlínis á stefnuskrá sinni. Þingmenn þeirra vinna sem stendur ötullega að þessu máli. Innan Kvennalistans eru skoðanir skiplari. Yngri konur þar, einkum þær sem starfað hafa innan Röskvu og Grósku eru samstarfi mjög meðmæltar. Af núverandi þingkonum hafa bæði Kristín Ástgeirsdóttir og þó enn frekar Guðný Guðbjörnsdóttir (með árs millibili að vísu) lýst yfir því, að þær vilji að 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.