Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 94

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 94
Már Jónsson Mynd 6. Árni Magnússon árið 1818 og hefur tekið af sér hárkolluna. lokin. Allan þennan tíma gekk Árni sjálfur úr rúmi til borðs og sat þar stundarkorn, en sjúk- dómnum var þó þannig varið „að hann þoldi hvorki að standa, sitja eður liggja til lengdar.“ Vinir hans komu í heimsókn ótt og títt, sumir tvisvar á dag, og talaði Árni „alltíð svo hraustlega sem ósjúkur væri“, en kvartaði aldrei.24 Hver veikindin voru er örðugt að greina (sjá álit Halldórs Baldurssonar læknis hér til hliðar). Tveimur dögum fyrir andlátið gat Árni ekki skrifað undir erfðaskrá sína án þess að Hans Becker héldi um pennann með honum. Sjónin dapraðist og hann var þjónustaður. Síðustu gesti sína að kvöldi þrettánda kvaddi hann með þeim orðum að hann væri hálf- dauður og ekki gat hann fylgt þeim til dyra: „hnignaði honum svo að hann hafði engan mátt til að standa á fætur síðan.“ Einnig „tók að draga af mælinu, kólnaði svo hvað af hverju og tók til að fá hryglu fyrir brjóstið, svaf eigi heldur dúr og talaði fátt við fólk alla þá nótt.“ Um fjögur fékk hann dauðahrygluna, en klukkustundu síðar hægðist um „svo hann hafði nokkra fró þar til hann gaf upp and- ann.“ Um nóttina hafði hann sér í munni „fyr- irbænir og hjartnæmar andvarpanir" á ís- lensku og frönsku, þótt ekki heyrði Jón Ólafs- son alltaf orðaskil. Smám saman lagðist kuldi í fæturna og færðist upp líkamann. Verkirnir mögnuðust og Árni vildi einskis neyta. Jón getur þess ekki hvort Metta, kona Árna, var viðstödd, en segist hafa sagt honum upp- byggilegar sögur og farið með erindi úr sálm- um Hallgríms Péturssonar, auk þess sem hann las úr riti Erasmusar af Rotterdam um undir- búning undir dauðann. Pað sem Árni sagði á íslensku lagði Jón út fyrir heimilisfólki á and- lega vísu og virtist Árni ávallt ánægður með túlkunina, svo sem þegar hann sagði að kon- ungurinn kæmi og hann ætlaði með. Jón sneri þeim upp á Guð, sem Árni trúði á og virti, en því má þó ekki gleyma að Árni hafði haft á orði áður að hann vildi deyja á undan Friðriki konungi fjórða, yfirvaldi sínu og verndara í þrjá áratugi, sem reyndar dó haustið eftir. Allra síðustu orð hans skildi aðeins ráðskon- an og fólust í þrítekinni tilkynningu um „að guð vildi meðtaka önd sína.“ Eftir það gaf hann upp andann „með hægum viðskilnaði“ þegar klukkuna vantaði kortér í sex að morgni 7. janúar 1730. Samtímis stöðvaðist úrverk hans sem jafnan lá á borðinu og gekk ekki framar. Augunum var lokið aftur og lík- Halldór Baldursson, dr. med. 25. júní 1997: S S Ur hverju dó Arni Magnússon? Dánarmein Árna er óþekkt. Líkið var ekki krufið. Lýsing Jóns Ólafssonar Grunnvíkings segir margt um sjúkdómsganginn, en getur átt við marga sjúk- dóma í ýmsum kviðarholslíffærum og reyndar víðar. Setja má fram tilgátur um sjúkdóminn, en þær er ekki unnt að prófa. Eitt af því sem gerir nútímalækni erfitt að átta sig á sjúkdómnum er að svokallaður „náttúrulegur gangur“ sjúkdóms eins og Árni hafði, er illhugsan- legur í okkar heimshluta nú á dögum. Nú hefði ver- ið gripið til ýmissa ráða, bæði varðandi greiningu og meðferð. Snarlega hefðu verið gerðar ýmsar rann- sóknir á blóði, þvagi og saur, og ef til vill speglanir á innri líffærum. Meðal líklegra rannsókna má telja hjartalínurit, ómskoðanir, röntgenmyndir, tölvu- sneiðmyndir og hugsanlega segulómsathuganir. Fljótlega hefðu verið settar upp að minnsta kosti þrjár slöngur. Ein hefði verið sett um þvagrásina inn í þvagblöðru til að létta á þrýstingi, ef þvagteppa væri, og einnig til að fylgjast með þvagútskilnaði. Önnur slanga hefði líklega verið sett niður vélindað í magann og magainnihald sogið þar upp. Priðja slangan hefði svo verið sett inn í bláæð og þar inn hellt viðeigandi vökva til að bæta sjúklingnum upp vökvatapið (af niðurgangi, uppköstum, auknum svita og ef til vill vökvasöfnun í kviðarholi) og leið- rétta þær truflanir, sem líklega hafa verið orðnar á blóðsöltum og öðrum efnum. Ekki er ólíklegt að læknar á 20. öld hefðu síðan opnað kviðarholið, en það hefði að sjálfsögðu farið eftir sjúkdómsgreining- unni. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.