Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 98

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 98
s Islenska söguþingið Menntamálaráðherrann: Bjöm Bjamason. Sérstakur gestur: Arthur Marwick. son kynningarfulltrúi og Eiríkur K. Björnsson ritstjóri, en fyrirlestrar verða gefnir út í sér- stökum ráðstefnuritum, enda ekki vanþörf á þar sem þrjár málstofur voru í gangi hverju sinni og margir áttu í stökustu vandræðum með að gera upp á milli viðfangsefna! Um níutíu manns voru með framlag á þing- inu, fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. f*að kom víða að, bæði úr sagnfræði og öðrum fræðigreinum, enda sagnfræðin þverfagleg í eðli sínu. Fjöldi fyrirlesara kom gagngert frá útlöndum, einkum íslendingar sem eru þar við nám og störf, en einnig nokkrir erlendir fræðimenn. Sérstakur gestur þingsins var breski prófessorinn Arthur Marwick, en við þingsetningu flutti hann fyrsta erindið í nýrri fyrirlestraröð Sagnfræðistofnunar sem kallast The Jón Sigurðsson Memorial Lecture. Sögu- þingið var haldið í húsakynnum Háskóla ís- lands, en háskólayfirvöld sýndu þinghaldinu ríkan skilning líkt og aðrir sem leitað var til um stuðning. Opinberir styrkir og aðstoð einkaðila gerðu kleift að stilla ráðstefnugjöld- um í hóf enda kappsmál að sem flestir áhuga- menn um íslenska sögu og menningu gætu sótt þingið. Fjöldi þinggesta fór fram úr björt- ustu vonum, en alls voru skráðir þátttakend- ur hátt í þrjú hundruð. Auk þess sótti fjöldi fólks þá fyrirlestra sem voru opnir öllum, en það var um þriðjungur dagskrárinnar. Til viðbótar eiginlegum fyrirlestrum var boðið upp á ýmislegt annað í tengslum við þingið, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Þannig voru sýningarbásar og veggspjöld á þingstað þar sem félög, fyrirtæki, samtök og stofnanir kynntu rannsóknir sínar eða starf- semi. Bókasýning var haldin sem og bóka- markaður þar sem þinggestir gátu skipst á bókum. Jafnframt var efnt til eins konar bókahappdrættis því „lukkumiðar“ fylgdu hverri skráningu og var dregið úr „pottinum" á hverjum þingdegi. Hinir heppnu fengu bæk- ur í sinn hlut sem nokkur bókaforlög höfðu gefið. Móttökur voru haldnar í boði rektors Háskóla Islands og menntamálaráðherra sem og borgarstjórans í Reykjavík. Jafnframt var farið í kynnis- og skoðunarferð á Bessastaði í boði forseta íslands. Á kvöldin var „þingkrá- in“ Fógetinn vinsæl, en mörgum þótti við hæfi að slappa af að loknum góðum þingdegi í svo sögufrægu húsi. Til menningarviðburða tald- ist að söngflokkurinn „Voces Thules“ flutti forna íslenska tónlist við þingsetningu, tónlist sem ekki hafði heyrst öldum saman. í Ráð- húsi Reykjavíkur leiklásu fjórar leikkonur fyrsta íslenska leikritið „Sperðil“ eftir Snorra Björnsson á Húsafelli. Og í þingveislu sem haldin var á Hótel Sögu var borinn á borð „forn íslenskur matur“. í veglegu dagskrárriti sem gefið var út fyrir þing vöktu sögulegar auglýsingar athygli en leitað var til fyrirtækja sem eiga sér langa sögu og tóku flest þeirra vel í að auglýsa á þennan hátt. Pannig var reynt að hafa allt sem „sögulegast“. Markmið með þinghaldinu voru margvís- leg. Okkur þótti nauðsynlegt að skapa nýjan og glæsilegan vettvang fyrir sagnfræðinga og annað söguáhugafólk til að koma saman, kynna rannsóknir og skiptast á skoðunum. Pá töldum við mikilvægt að reyna að glæða áhuga almennings á Islandssögunni og vekja fjölmiðla til vitundar um fjölbreytni sagn- fræðirannsókna. Jafnframt var ætlunin að gera þjóðinni ljóst hversu öflug rannsóknar- grein sagnfræðin er orðin og raunar kom mörgum á óvart hve íslendingar eiga stóran og kröftugan hóp sagnfræðinga. Pannig átti þingið að líkindum þátt í að efla sjálfsmynd sagnfræðinga og styrkja stöðu þeirra í hugum landsmanna. Miklar vonir voru bundnar við íslenska söguþingið, viðamestu samkomu íslenskra sagnfræðinga til þessa. Almennt voru viðtök- urnar frábærar og var það mikið ánægjuefni að nánast allir sem rætt var við tóku því fagn- andi að vera með á þinginu. I okkar huga var íslenska söguþingið tvímælalaust lyftistöng fyrir sagnfræðina og vonandi verður þinghald sem þetta fastur liður í starfi íslenskra sagn- fræðinga í framtíðinni. Undirtektir gefa ekki ástæðu til að ætla annað! Anna Agnarsdóttir Eggert Þór Bernharðsson 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.