Ný saga - 01.01.1997, Side 100

Ný saga - 01.01.1997, Side 100
Kynnirinn: Magnús Guðmundsson. Rektorinn: Sveinbjöm Bjömsson. Fyririesarinn: Einar Laxness. Islenska söguþingið sterkan bakgrunn í íslensku hefðinni. Eins þótti mér gaman að fylgjast með umræðum um tímabilið 1500-1800, og ég náði að fylgjast með sérlega áhugaverðum fyrirlestrum Jesse Byocks og Stefáns Karlssonar síðasta daginn. Hins vegar komst ég ekki til að hlusta á hið áhugaverða byggðasöguefni eftir hádegið þann dag sökum brautskráningar konu minn- ar úr skóla. Móttökurnar, kvöldin á kránni, ferðir og þingveisla voru svo hinn parturinn af ráð- stefnunni. Sérstaklega vil ég hrósa hljóm- sveitinni í þingveislunni fyrir frumlega og skemmtilega danstónlist. Og eitt ættu menn að læra af þessu: Það getur verið verulega strembið að fylgjast með fyrirlestrum allan daginn og ef til vill taka þátt í umræðum líka, fara í móttökur um eftirmiðdaginn og á krána eða í veislur á kvöldin. Ég fór bara eitt kvöld á krána, í þingveisluna og í tvær móttökur, en fannst það bara alveg nóg. Ég legg til að menn verði ekki bara búnir að undirbúa sig fyrir fyrirlestra og umræður næst, heldur hka fyrir samkvæmislífið, til dæmis með því að æfa upp drykkjuþol vikurnar á undan! Erlingur Brynjólfsson, menntaskólakcnnari: Þegar litið er yfir söguþingið eftir á kemur fyrst í hug fræg fermingarveisla sem haldin var á bæ austan heiða fyrir nokkrum áratug- um og hefur verið í minnum höfð þar um sveitir síðan. Þegar að því kom að bændahjón ein héldu upp á fermingu yngstu dóttur sinn- ar var alikálfinum slátrað, veturgamalt geld- neyti skorið, steikt og borið á borð með sósu og kartöflum, en aðrir réttir ekki í boði. Svip- að er því farið með íslenska söguþingið. Þar var alikálfi slátrað - í bestu merkingu - að vísu gömlum, því greinilegt var að kusi hafði verið lengi alinn og þar var að sönnu margur bragðgóður bitinn. Ekki treysti ég mér til að nefna hvaða atriöi bar hæst í umræðunum þar sem enginn dauðlegur maöur heföi getaö bragðað á öllu og varð því mjög aö velja og hafna. Að vísu er eitt sem undirrituðum leið- ist æ meir, en það er sá háttur sagnfræöinga að biðja sífellt afsökunar á sjálfum sér og leita réttlætingar á þessu grúski. Sagnfræöirann- sóknir eiga að vera sjálfsagður hlutur. Það er betra fyrir þjóð að þekkja fortíð sína. Verði söguþing haldið á nýjan leik væri rétt að prenta á boli og poka: „Ég er sagnfræðingur - og hvað með það?“ Þá var líka fróðleg umræðan um hvort sagnaritun mætti vera skemmtileg og langt þar til komist verður að niðurstöðu um það efni. Líklega er okkur fyrir bestu að sitja að- eins á strák okkar og reyna að vera leiðinleg ef við viljum gera fræðunum okkar greiða. Ekki bar þó á að fyrirlestrar sem undirritaður hlýddi á væru leiðinlegir, krafan um að fyrir- lesarar takmörkuðu sig kom í veg fyrir lang- lokuræður. Gagnrýni á sögukennslu í fram- haldsskólum og skortinn á samhengi þar var raunsæ og réttmæt - en hvers vegna skortir samhengið? Vantar samhengið í kennarana - og þar með sagnfræðingana - og að lokum ís- landssöguna? Allt var í vönduðum umbúðum.Ytri um- gerð og stjórnun var til fyrirmyndar. Sér í lagi var röggsemi fundarstjóra mikilvæg því á þeim hvíldi hvort ramminn utan um þingið héldi og bar ekki á öðru en þeir stæðu sig vel. Vonandi verður söguþingið fastur liður í ís- lensku menningarlífi um ókomin ár - svo sem á fimm ára fresti. Ef til vill mætti huga meira að áhuga- og alþýðusagnfræði sem fram fer í sögufélögum víða um land og jafnframt minnast þess aö saga er ekki bara í bókum, fyrirlestrum og nemendaritgerðum heldur einnig í blöðum, á myndböndum, í fréttum og í ferðaþjónustu. Sagan sem partur af daglegu lífi allra gæti verið eitthvað til að vinna úr. Það sem upp úr stendur eftir þetta þing er líklega félagslegi þátturinn, þar sem sagn- fræðingar víða að af landinu fengu tækifæri til að heilsast, skiptast á skoðunum, mynda ný tengsl og rifja upp gömul. Þó ekki væri nema fyrir þær sakir eru svona þing ómetanleg. Guðni Thorlacius Jóhannesson, MA í sagnfræði frá Háskóla Islands: Að mínu mati heppnaöist söguþingið mjög vel og allir sem ég hef talaö við eru sama sinn- is. Ég gat að vísu ekki hlustaö á jafnmörg erindi og ég hefði viljað, en aörir þinggestir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.