Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 102

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 102
Þingstjórinn: Anna Agnarsdóttir. Þingstjórinn: Hrefna Róberisdóttir. Þingstjórinn: Eggert Þór Bernharðsson. s Islenska söguþingið að sjá hve margir ungir sagnfræðingar, margt af því fólk sem enn er í námi, létu til sín taka og nokkrir býsna snöfurmannlega. Þar eð ég sat sjaldnast heila málstofu til enda, en var á sífelldu flökti milli fundarher- bergja, á ég eilítið erfitt með að leggja mat á einstaka efnisflokka. Þó þótti mér súrt í broti að menn skyldu ekki hlýða fyrirmælum Helga Þorlákssonar og Agnesar Arnórsdóttur sem stýrðu málstofunni um sögu heimilis á mið- öldum, um að einhenda sér í rannsóknir á heimilinu því þar er sannarlega óplægður akur. Þetta gerði það að verkum að efni mál- stofunnar varð mun sundurleitara en ella, þó margt af því væri einkar fróðlegt og skemmti- legt. Aðeins einu sinni á allri þessari löngu ráð- stefnu var ég nær viti mínu fjær af leiða. Ég slæ striki yfir það, en hugsa í staðinn um upp- byggilega gagnrýninn fyrirlestur sem Harald Gustafsson hélt. Á slíkum ráðstefnum er brýnt að fundar- stjórar sýni fulla hörku við tímagæslu svo menn geti með góðu móti brugðið sér milli málstofa. Þar sem ég var gestur sýndu fyrir- lesarar oftast þá prúðmennsku að nauðga ekki tíma meðfyrirlesara sinna. Kæmi það fyrir komust menn nær alltaf upp með það átölulaust, sem er gremjulegt. Einnig ber fundarstjóra að varna því að fyrirspyrjendur vaði elginn eða einblíni um of á sérvisku í ein- stökum fyrirlestrum. Allt skipulag ráðstefnunnar var til fyrir- myndar. Til dæmis þótti mér skynsamleg sú ráðstöfun að hafa kaffihlé á klukkutíma fresti og gaman að finna að Frón hefur tekið sig á í súkkulaðikexframleiðslunni. Einnig fannst mér til l'yrirmyndar að fá dagskrána og út- drætti úr fyrirlestrum nokkrum dögum fyrir upphaf þings. Bolirnir sem menn keyptu á Söguþinginu lýjast á tveimur árum og þá er kjörið að halda annað þing. Kristrún Halla Helgadóttir, BA-nemi við Háskóla Islands: \ð undanförnu hefur gætt talsverðrar upp- sveitlu í sagnfræðinni og bar Söguþingið því skýrt vitni að mikil gróska er í sagnfræðirann- sóknum hér á landi. Þrátt fyrir að bæði hafi borið á fjölbreytilegum viðfangsefnum og að- ferðum var áberandi hversu stóran sess fé- lagssagan skipar í rannsóknum um þessar mundir. Annað af tveimur aðalefnum þings- ins fjallaði um félagssögu miðalda auk þess sem tvö hliðarefni, Einstaklingur án sögu - saga án einstaklings og Kyn og saga, voru helguð henni. Því má velta fyrir sér hvort fé- lagssagan verði eftir fáein ár orðin hin hefð- bundna sagnfræði. Fyrrnefnd hliðarefni voru einkar athyglisverð og skemmtileg og má segja að þar gætti nýrra strauma. Sérstaka at- hygli vakti fyrirlestur Jóns Jónssonar og Sig- urðar Gylfa Magnússonar, en þeir voru með nokkuð hvassa gagnrýni á þá fræðimenn í fé- lagssögu sem sniðgengið hafa persónulegar heimildir og spurningalista á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins. Nokkuð var um fyrirlesara úr öðrum grein- um en sagnfræði og var það vel til fundið. Þannig fékkst meiri breidd í þingið en ella og umræðurnar fengu þarafleiðandi meiri dýpt. Gott dæmi um það má nefna úr hliðarefninu Þjóðararfurinn - varðveisla og miðlun, en þar fluttu meðal annars fyrirlestra menntaskóla- nemi, kennari og kvikmyndagerðarmaður. Brynhildur Ingvarsdóttir varpaði fram þarfri spurningu um hvort gera ætti sagnfræðina að- gengilega fyrir almenning og voru menn greinilega ekki á einu máli um það. í hliðar- efninu Kyn og saga fluttu Unnur Dís Skafta- dóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson athygl- isverða fyrirlestra og virtust sammála um að sameiginlegir þættir fólks séu ekki tilkomnir vegna ólíks kyns heldur geti bæði kynin sett sig inn í hugarheim hins. I sama hópi var Sig- ríður Matthíasdóttir með stórgóðan fyrirlest- ur um kynferði og þjóðerni. Skipulag þingsins var almennt golt og þrátt fyrir nákvæma dagskrá tókst að halda tímaá- ætlun furðu vel. í heildina séð var þingið stór- skemmtilegt og oft reyndist erfitt að velja á milli spennandi fyrirlestra sem fluttir voru á sama tíma. Söguþingið er eini vettvangur fjöl- breyttrar sagnfræðilegrar umræðu hér á landi, en slík umræða hefur mjög örvandi áhrif á all- ar rannsóknir. Það var áhugavert fyrir mig, sem sagnfræðinema, að geta tengt fjölmörg andlit við kunnugleg nöfn úr fræðaheiminum 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.