Ný saga - 01.01.1997, Page 103
en auk þess má segja að þing af þessu tagi séu
kærkomið tækifæri til þess að kynnast öðrum
úr fræðunum og eiga við þá skoðanaskipti.
Það er von mín að þetta fyrsta Söguþing hafi
aðeins verið upphafið og fleiri fylgi í kjölfar-
ið. Miðað við þátttökuna er ljóst að áhuginn
er til staðar.
Sigríður K. Þorgrímsdóttir,
MA-nemi við Háskóla íslands:
Það er best að hafa þann fyrirvara að álit mitt
á Söguþinginu markast af eigin reynslu og ég
gat ekki, fremur en aðrir þinggestir, sótt alla
fyrirlestra þingsins, það varð að velja og
hafna. Við þingsetninguna vakti íhaldssemi
Arthurs Marwicks mig til umhugsunar um þá
miklu grósku sem hefur átt sér stað í sagn-
fræðinni og samkrull hennar við aðrar fræði-
greinar, sem ég tel af hinu góða, andstætt
Marwick. Á fimmtudeginum hlustaði ég á alla
fyrirlestra í efninu Einstaklingar án sögu -
saga án einstaklinga og fannst það takast
mjög vel. Á föstudagsmorgninum hlustaði ég
á Sigríði Björgu Tómasdóttur fjalla um kven-
ímynd upplýsingarinnar, sfðan hentist ég út í
Aðalbyggingu til að hlusta á erindi Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur og loks aftur í Odda
til að hlýða á Loft Guttormsson. Allt áhuga-
verð erindi. Á laugardeginum sótti ég efnið
Kyn og saga. Ég held að efnið um einstakling-
ana í sögunni hafi höfðað mest til mín, ef til
vill vegna þess að þar er ég á heimavelli og
sömuleiðis í efninu Kyn og saga. Reyndar
hafði ég ekki síst gaman af vangaveltum
„kynferðis“sagnfræðinga um hugtakanotkun,
sérstaklega um hugtakið „gender“. í heildina
þótti mér þingið sýna mikla gerjun í sagn-
fræðinni og ég verð að hrósa þingstjórninni
fyrir frábært starf. Mér fannst dæmið ganga
mjög vel upp, þingið var hæfileg blanda af
fróðleik og skemmtun og vonandi verður
framhald á.
Sjöfn Kristjánsdóttir,
handritavörður á Landsbókasafni:
Söguþingið var sannkölluð veisla, sagnfræði-
legt hlaðborð þar sem svo margir girnilegir
réttir voru í boði að lystugir gestir áttu í
101