Birtingur - 01.01.1959, Page 3

Birtingur - 01.01.1959, Page 3
Hvernig lízt þér á að við setjum saman smáviðtal fyrir næsta hefti Birt- ings? sagði ég við Stefán Hörð þegar við sátum yfir kaffibolla heima hjá mér kvöld eitt á útmánuðum. Ekki sem verst, svaraði hann. Ef þú lofar að segja engum að ég hafi orðið feginn, en skrifar eins og venjulega: eftir mikla eftirgangsmuni lét hann loks tilleiðast! Ég lofa því. Segðu mér þá: hvernig líkar þér við þessa borg? Hún hefur engin áhrif haft á mig. Því að hinar fögru dætur hennar hafa því aðeins haft varanleg áhrif á mig, að ég hafi getað haft áhrif á þær. Þú ert þó orðinn henni býsna samgróinn? Nei, ég hafði mótazt að fullu í sveit og við sjó, þegar ég kom hingað fyrst. Mér finnst nú sjómaðurinn láta meira að sér kveða í ljóðum þínum en sveitarmaðurinn. Birtingur 1

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.