Birtingur - 01.01.1959, Side 11

Birtingur - 01.01.1959, Side 11
hinn margumtalaði atómskáldskapur ? Ég fékk ofurást á orðinu ,,bíti“ með einföldu íi og orti ljóðið þess vegna. Allir ritdómarar luku lofsorði á þetta kvæði, þú meðal annarra, svo að þið hafið vonandi fundið eitt- hvað í því sem ég hef ekki séð. Hvers vegna heldurðu að þú hafir byrjað að yrkja órimað? Að einhverju leyti fyrir áhrif frá Steini, býst ég við. Annars gerðum við Borgar bróðir minn margar tilraunir á eigin spýtur með órímuð ljóð kringum 1941. Orti Borgar mikið? Hann gerði það framan af ævi, þangað til hann festist í Tómasi — þá hætti hann. Honum fannst eitt skáld lélegast allra leirbullara sem uppi höfðu verið á íslandi: það var ég. Þú varst áðan að tala um draugsskap. Heldurðu í alvöru, að það sé eitt- hvað hinum megin? Ætli það sé ekki bara hérna megin ? Stefán Hörður horfir lengi í gaupnir sér, segir loks: Það er einhver ógurlegur kraftur sem fer af stað þegar maður deyr. Ranglátt væri að láta Stefán Hörð einan um að dæma frumsmíð sína, svo hranalega sem hann gerir það. Glugginn snýr í norður er hreint ekki ómerkilegt byrjandaverk, þótt kverið beri eins og flestar kvæðabækur frá þeim tíma merki kreppunnar sem skollin var á í íslenzkri ljóðlist. Höfund- urinn stendur augsýnilega á krossgötum. En hann hefur gert sér grein fyrir hinni vandasömu stöðu sinni sem nýliða í listinni, og meira en það: mér virðist augljóst nú, að hann hafi þá þegar verið búinn að brjóta glugga á suðurvegg, séð úr honum yfir nýja Ijóðakra og aukizt við það öryggi og sjálfstraust. Ég tek með varúð kaldhæðnislegri skýringu hans á Ijóðlínum eins og þessari: ,,ég á voldugasta sprota í heimi“ eða: „ilmur blóms míns fyllir vit mín.“ Við þessa nýju útsýn gætu Stef og Serenade verið ort, einnig Haustið kom á gluggann og f nóttinni. Fimm árum síðar sendi Stefán Hörður frá sér aðra ljóðabók sína, Svart- álfadans. Á þessum fimm árum hafði mikið verið hugsað og rætt um Ijóðlist í hópi ungra skálda og áhugamanna um skáldskap, og hinum veðurgleggstu var orðið Ijóst að að fór stormur í íslenzkri ljóðlist. I Svartálfadansi leggst Stefán Hörður á sveif með frumherjum nútíma- ljóðsins og færist við það allur í aukana. Svartálfadans rná hiklaust telja meðal markverðustu Ijóðabóka sem hér hafa kornið út eftir stríð. Stefán Hörður hefur flýtt sér hægt við ljóðagerð síðastliðin átta ár. En þau fáu ljóð sem eftir hann hafa birzt í tímaritum benda til þess, að hann hafi öll þessi ár haldið áfram að kanna gróðurlendi hinna nýju ljóð- heima. Mér lízt svo sem fáir muni honum fróðaiá um þau efni hér á landi nú um stundir. Birtingur 9

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.