Birtingur - 01.01.1959, Page 15

Birtingur - 01.01.1959, Page 15
Hjörleifur Sigurðsson: Um list Snorra Arinbjarnar Snorri Arinbjarnar var elztur septembermálaranna. Hann fæddist í Reykjavík 1. desember 1901. Faðir hans var bókaútg'efandi og rak bóka- verzlun um skeið í húsinu nr. 41 við Laugaveg. Þar óx Snorri upp með systkinum sínum. Hann fór mjög snemma að teikna og mála að því er virðist með ákveðið mark fyrir augum. Þessi orð eru ekki fullyrðing ein svo sem ókunnugir kynnu að halda. Frá æskuárum hans eru varð- veittar margar myndir og þær bera ekki keim af eftiröpunarþörf ungl- inga á kynþroskaskeiði. Snorri fylgdist að vísu vel með atburðum og mönnum, sem hæst bar í blaðafregnum samtíðarinnar. Þeir urðu honum tíðar fyrirmyndir í málverkum og teikningum. Hann nefndi þá jafnvel greinilega með nöfnum og skrifaði stundum langa texta til að útskýra myndirnar. En einkum bera verk hans frá þessum árum vitni um ríka og óvenju þroskaða listgáfu. í eigu Sveinbjarnar bróður hans eru margar Snorri Arinbjarnar Birtingur 1S

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.