Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 20
sem haldin var árið 1932 í húsi Jóns Þorlákssonar nr. 14 við Austurstræti. Á hinn bóginn mátti kynnast mörgum öndvegismyndum þessa tímabils á yfirlitssýningunni í Listamannaskálanum síðla vetrar 1952. Sumar eru með léttu yfirbragði, aðrar þyngri á brúnina eins og „Zimsensbryggja“ (46x47 sm., 1933). 1 henni og raunar mörgum öðrum ríkir hin algjöra kyrrð, sem hefur listaverkið upp yfir grámósku dagsins.2) Um 1940 urðu allmiklar breytingar á iist Snorra. Hann hvarf þá frá hreinu og kláru yfirborði klassíska skeiðsins en sneri sér í stað þess að Expressjónisma í hreinræktaðri mynd. En þetta gerðist ekki í einum svip. Málarinn fékkst löngum við tilraunir áður en hann hélt yfir landa- mærin til dvalar. Hann sendi eina og eina mynd á undan meginfylking- unni til að þreifa fyrir sér. 1 hverju var breytingin fólgin? Ég hygg að fullyrða megi þetta: Snorri dró uppiunaleg form fram í dagsljósið í ríkara mæli en fyrr og skeytti síður um fyrirmyndina. Hann umturnaði öllu í ríki hennar. Hann otaði stórum hring eða þríhyrningsformi að ferhyrningsfleti léreftsins, og þar fram eftir götunum. Jafnframt tók liturinn að blómstra. Hann varð rósrauður eða mjúkgrænn eins og hann væri margblandaður með hvítum lit eða afbrigðum hans. Tilhneiging til að skreyta yfirborðið kom greinilega í ljós. Nú urðu til ýmis þróttmikil listaverk, ef til vill þau beztu einstöku, þótt nokkuð skorti á, að tímabilið yrði eins heilsteypt og klassíska skeiðið. Ég minnist „Skips á Skagastiönd“ (80x90 sm., 1949) þar sem einföld grind situr í fyrirrúmi og vatnslitamyndar ,,Úr fjarlægri borg“ (29x40 sm., 1951). Bæði þessi listaverk eru efalaust runnin undan rótum Expressjónismans. Hins vegar kemur í ljós, þegar ,,Uppstilling“ (80x100 sm., 1950) er skoðuð gaumgæfilega, að Snorri hefur einnig haft náin kynni af landvinningum Kúbistanna, Picassos, Braques en þó einkum Gris. Áhrif frá þeim bland- ast saman við persónureynslu málarans í þessari sterkbyggðu, innhverfu mynd. 2) Snorri hélt þriðju sýninguna árið 1936, að öllum líkindum einnig á þakhæð húss Jóns Þorlákssonar. Auk 30 olíumálverka og vatnslitamynda segir skráin frá 8 listaverkum, gerðum af nýjum efnivið á starfsferli málarans: pastelkrít. Ári áður fór þáverandi ritstjóri Alþýðublaðsins, Finnbogi Rútur Valdimarsson, þess á leit við Snorra, að hann legði nokkr- ar myndir til skreytingar blaðsins. Hann brást vel við og skar út listaverk í línoleumdúk. Þau birtust svo á forsíðum allmargra tölublaða miðsum- ars 1935. Ég efa stórlega, að nokkru sinni, fyrr eða síðar, hafi vönduð- um listaverkum verið gert jafn hátt undir höfði hjá íslenzku dagblaði. Síðar vann Snorri að skreytingu bóka. Ég nefni sem dæmi: Jólavöku í útgáfu Jóhannesar úr Kötlum og Brennunjáls-sögu Halldórs Laxness en þær komu báðar út 1945. 18 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.