Birtingur - 01.01.1959, Side 24

Birtingur - 01.01.1959, Side 24
Pár Lagerkvist: Kjallaraherbergið Við höfum öll séð hann og við sjáum hann næstum daglega. Við veitum honum ekki lengur athygli, við göngum framhjá honum, þar sem hann liggur, en gefum því ekki frekari gaum, það er eins og hann eigi að vera hér, eins og hann tilheyri veröld okkar. Ég á við Lindgren, litla karlinn með visnu fæturna, sem dregst áfram á höndunum um göt- urnar og garðana. Á höndunum hefur hann leðurhanzka og á fót- unum eru einnig leðurhlífar. Stuttskeggjað andlitið er markað þján ingum, sem koma þó ekki til fulls fram í svipnum, augun eru lítil og auðmjúk. Við höfum öll mætt honum, við mætum honum sýknt og heil- agt, við erum orðin því vön, það er eins og hann sé hluti af okkur sjálfum. Þegar við göngum framhjá honurn, stingum við smápeningi í sigggró- inn Iófa hans, hann verður þó einnig að lifa. En fáir vita neitt annað um hann en að hann er til. Þessvegna ætla ég að segja frekar frá gamla manninum, því ég þekki hann. Ég hafði oft staðnæmzt til að rabba við gamla manninn stundarkorn, það var eitthvað róandi og gott við hann, mér fannst sem ég þarfnaðist þess. Ég hafði gert þetta svo oft, að menn voru víst farnir að halda, að hann væri einhver ólánssamur ættingi minn. Það er þó ekki. 1 minni ætt eru engin bágindi, einungis sorgir, sem eru okkar og engra annarra, og þær berum við án þess að kikna. En mér fannst ég þurfa að stanza og tala við hann öðru hverju, hans vegna, svo að honum fyndist hann ekki vera hornreka, en einnig mín vegna, því að hann hafði eitthvað að segja mér. Og mér fannst ekki, að það væri nein sérleg gjá á milli okkar, oft hugsaði ég um, að ef ég hefði ekki haft fætur að ganga á og orðið að skríða um jörðina einsog hann, þá hefði það ekki heldur hæft mér illa, mér hefði ekki þótt ástæða til að undrast, að það skyldi vera hlutskipti mitt. Að þessu leyti höfðum við sem sé líka eitthvað sameiginlegt. Svo var það eitt kvöld um haust, að ég gekk fram á hann í garði, þar sem elskendur voru vanir að hittast. Hann lá þar undir ljóskeri, svo hann sæist, og rétti fram sigggróna hönd sína, þótt enginn færi framhjá, hann hugði sjálfsagt að ástin væri gjafmild, í rauninni vissi hann ekki nein ósköp um þennan heim, lá aðeins einhversstaðar og rétti fram höndina, lifði aðeins hér. Það hafði rignt, hann var orðinn forugur af blautum grassverðinum og var þreytulegur og illa á sig kominn. — Nú held ég Lindgren ætti heldur að fara að koma sér heim, sagði ég, það er orðið 22 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.