Birtingur - 01.01.1959, Side 26

Birtingur - 01.01.1959, Side 26
Stúlka kom út með brauðið í umbúðum, það hafði verið tilbúið. — Gott kvöld, Lindgren, sagði hún, þetta er nú ljóta veðrið! Nú er betra að flýta sér heim. — Já, það er betra, svaraði karlinn, þau kinkuðu kolli hvort til annars í kveðjuskyni, hún lokaði dyrunum á eftir sér. — Ég verzla alltaf í kjallaranum, sagði hann um leið og við héldum áfram. — Það get ég vel skilið, svaraði ég. — Já, því þar er fólkið alltaf vingjarnlegt. — Einmitt það? Kannski svo sé. — Þannig er það, sagði hann ákveðið. Við mjökuðumst áfram um nokkur dimm hliðarstræti. — Ég bý líka í kjallara, einsog þér skiljið, hélt hann áfram, það hæfir mér bezt. Það var húsráðandinn, sem sá um það allt. Hann er merkilegur maður. Við gengum úr einni götu í aðra, siluðumst áfram. Ég hafði aldrei gert mér í hugarlund, að ég ætti svo langa leið heim. Mér fannst ég vera þreyttur, dauðuppgefinn. Það var einsog ég væri líka að klóra mig áfram gegnum myrkrið, hægt og bítandi, þótt ég væri enginn krypplingur, ég gekk uppréttur, einsog menn eiga að ganga. Þegar við gengum framhjá götuljósunum, sá ég að hann skreið áfram fyrir neðan mig, svo hvarf hann aftur, ég heyrði aðeins másandi andardrátt hans. Að lokum komum við í götuna hans, að húsinu þar sem hann bjó. Það var stórt og glæsilegt, ljós brann í næstum hverjum glugga, það virtist vera gestaboð á annarri hæð, ljósakrónurnar glitruðu, hljómlistin þrengdi sér út í haustmyrkrið, dansandi fólki brá fyrir. Hann skreið að tröpp- unum, sem lágu í þremur eða fjórum þrepum niður í kjallarann, þar sem hann bjó. Við dyrnar var gluggi með lítilli gardínu fyrir, og í glugga- kistunni var pottur með blómlauk í. — Þér komið nú líklega niður með mér og sjáið, hvernig ég bý, sagði hann. Það hafði ég ekki hugsað mér. Ég hafði ekki skilið, að það varð ég reyndar að gera. Mér fannst ég vera kominn í vanda og mér varð undar- lega við, hversvegna átti ég að fara þangað niður, við vorum ekki svo mikið tengdir hvor öðrum að það gæti verið ástæða til þess, ég hafði fylgt honum áleiðis, af því að við áttum samleið, en ég hafði ekki ætlað mér að fara heim með honum, hversvegna þurfti ég að fara þangað niður. En það varð ég reyndar að gera. Mér kom í hug, að í sannleika sagt þekkti ég fjölskylduna, sem hélt boð inni á annarri hæð, það var einkennilegt, að mér skyldi ekki hafa verið boðið, ég hlaut að hafa gleymzt. — Þér takið það vonandi ekki illa upp fyrir mér, þótt ég bjóði yður niður til mín? spurði gamli maðurinn, einsog hann hefði tekið eftir því, að mig setti hljóðan. — Nei, sagði ég. Hann hafði misskilið mig. Ég vildi fara niður með honum og sjá hvernig 24 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.