Birtingur - 01.01.1959, Page 30
Vilborg Dagbjartsdóttir:
Ráðið
Þeir sitja umhverfis borðið
annarlegir spilamenn
og kasta teningum
um líf mitt
líf okkar.
1 nótt undraðist ég
að líka þeir voru börn
eins og hann sem liggur í vöggunni
og fyllir herbergið mitt
andardrætti sínum.
Það hef ég mætavel skilið, það finn ég fyrir víst innra með mér. En hver
dagur er þungbær.
Þetta segi ég við yður, því mér finnst að við skiljum hvor annan svo vel.
Og maður á ekki að þykjast vera betri en maður er.
Hann andvarpaði. Þegar ég horfði á hann iiggja þarna hokinn á knján-
um, hefði ég mátt halda að hann væri að biðjast fyrir, en hann var bara
svona skapaður.
Ég reis á fætur til að kveðja. Ég gekk til hans og þakkaði honum, bauð
góða nótt. Hann sagði, að ég skyldi koma aftur, þegar mig langaði til,
og ég tók því feginsamlega. Svo skreið hann með mér til dyra, og ég
stóð aftur úti á götu.
Nú var allsstaðar myrkur í húsinu. Einnig á annarri hæð, þar sem ljósa-
krónurnar höfðu skinið rétt áður. Það hafði sýnilega ekki verið raunveru-
legt boð, fyrst því var þegar lokið. Hvergi var Ijós nema niðri hjá gamla
manninum. Það lýsti mér næstum alla leiðina heim.
Jón Öskar íslenzkaði
28
Birtingur