Birtingur - 01.01.1959, Síða 32

Birtingur - 01.01.1959, Síða 32
einan er hægt að uppræta það illgresi, sem því miður sprettur svo oft í slóð nýlistar: charlatanana, listsvikarana. Nítjánda öldin er sögulegur bakgrunnur nútímalistar. Hugmyndir hennar mynda þann jarðveg, er list tuttugustu aldar er sprottin úr. Það má öðrum þræði líta á nítjándu öldina sem lokaskeið tímabils, sem hófst með renisansinum suður á Italíu á þrettándu og fjórtándu öld. Hún er einsog öll list hnignunarskeiða, úrkynjuð. Göfugustu form tímabilsins eru að mestu horfin. Einkunnarorð 19. aldar, sem lengi eimir eftir af fram eftir tuttugustu öld og eiga enn undarlegan hljómgrunn, eru skilyrðislaus hlýðni við ytri ásýnd náttúrunnar og þó einkum gamla hleypidóma um hvernig eigi að mála mynd, þar sem hlutverk mannsins er rýrt til hins ýtrasta, þannig að við liggur að hann sé ekki annað en fremur ómerki- legt stælitæki. Hins vegar leystu vísindin þessa viðleitni af hólmi, er þau fundu upp ijósmyndavélina og gjörbreyttu þannig afstöðu listamanna til listarinnar. List nitjándu aldarinnar lagði aðaláherzlu á hlýðni við fyrirmyndirnar, form og liti einsog þau birtust sjónhimnunni. Frjáls með- ferð á eigindum málverksins til þess að skapa samræmi komst ekki að. Menn voru flestir svo önnum kafnir við að mæla rétt, að þeim gleymd- ust alveg hinir duldu og seiðmögnuðu kraftar sem blunduðu í manninum og málverkinu. Þeir gleymdu því sem skiptir mestu máli, listinni sjálfri. Nokkrir snillingar reyndu að bjarga því sem bjargað varð, halda merkj- um hinnar hefðbundnu málaralistar á lofti, en það varð einmitt til þess að flestar reglur hennar hrukku fyrir borð. Hins vegar beindu sumir þeirra arftökum sínum inn á nýjar brautir. Til þess að skapa list þarf ákveðna andlega spennu. Þenslan í listhugsun nítjándu aldar hafði slaknað. 1 leit sinni að andstæðum sóttu braut- ryðjendur hinnar nýju listar í gagnstæða átt við fyrirrennara sína. Það fór ekki hjá því, að þeir snerust í móti hinum öldnu kennisetningum um dýrkun náttúrunnar, en leituðu inn á svið málverksins sjálfs, að mögu- leikum þess, og tækju að kanna innri heim mannsins. Saga nútíma myndlistar er sagan um stríð einstakra manna eða hópa, þrotlaust og oft fórnfúst, gegn hvers konar kreddum og hleypidómum. Allar þessar nýju stefnur, þessir „ismar“ eru eingöngu heiti, oft og tíðum blekkjandi, á baráttunni fyrir endurnýjun myndeininganna til að hefja hin nýju, og um leið eldgömlu, viðhorf til vegs. Til þess að skilja baráttu þessa er bezt að líta á hana sem heildarátak, en ekki um of sem ævintýri vissra manna, og alls ekki sem tilraunir einar til þess að vera öðruvísi en aðrir, hneyksla borgarana einsog sumir vilja halda. Upphafs hinnar nýju listar er að leita á árunum milli 1870 og 1880, er hinir svonefndu impressionistar hreinsuðu til á litaspjaldinu, settu nýja og ferska liti í stað hinna brúnu og myrku sem þar höfðu verið fyrir. Þótt tilgangur þeirra sjálfra kunni að hafa verið annar, hefur þessi stað- 30 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.