Birtingur - 01.01.1959, Side 36

Birtingur - 01.01.1959, Side 36
augunum, gefa ýmsum hreyfingum hlutanna í rúminu mynd eða fagur- fræðilega ásýnd. Einnig að fá huglægum fyrirbærum einsog reiði eða gleði, hvíld eða ótta, ást eða hatri, sýnilegt tákn, veita þekkingu þeirri cg innsæi sem vísindin hafa gefið okkur inn á svið myndlistarinnar og láta það örva sköpunargleði okkar og ímyndunarafl. Hugarflugið hlaut stærra svigrúm, hugurinn reikaði víðar, kannaði áður ókunnar veraldir, afnam lögmál, skóp önnur, leit jörðina í nýju ljósi. Við sjáum ekki framar mynd manns í sorg, heldur lítum við sorg manns- ins: mynd hennar í línum og litum. Við reynum að gefa mynd tímanum og sambandi hans við hlutina. Við sjáum tóninn í falli boltans, hrynj- andina sem var bundin í spor mitt er ég gekk fram hjá höllinni í gær, flótta vofunnar, söng vindsins, tímann í vexti jurtanna. Hugurinn lagði leið sína inn í vél hlutanna, til eindanna, og ef til vill var efnið bara Iiljómur og þytur. Það hefur löngum verið viðkvæði að nútímamálari al'neiti manninum. Málarinn hefur fjarlægzt manninn að því leyti, að hann sýnir ekki lengur, cg æ minna, nákvæma eftirmynd hans. Ástæðan til þess er ekki sú, að hann fyrirlíti manninn, heldur liggja að því önnur og dýpri rök. Málar- inn sýnir frekar þá mynd mannsins, sem snýr að innri ásýnd hans. Og hann gefur meira svigrúm en áður ýmsum sammannlegum eiginleikum, sem enga svipaða framrás fengu fyrrum, svo sem hreinni og hiklausri tilfinningu fyrir formi og lit, cg beinir þannig athyglinni að andlegum hræringum sálarlífsins. Slíkt cr engan veginn hægt að nefna flótta frá manninum, þótt sumir vilji kalla svo, nútímalistin og málarinn leggja þvert á móti aðaláherzlu á hann. Hann er upphafið í myndlist, miðdep- illinn, til hans og frá honum berast öll áhrif. Misskilningurinn stafar af því að málarar hennar eða talsmenn hafa fundið nýjan mann, sem ekki hafði verið mælt við fyrr. Til eru tveir mælistokkar, annar stundlegur, h.inn varanlegur. Nútímalist leitast við að nota hinn varanlega. öll sönn list beitir honum. Það er kannski ein skýringin á óvinsældum nútíma- listar. Þeir sem beita hinum fyrri leggja stund á hversdagslegar og lág- kúrulegar tilfinningar, yfirborðskenndar skynjanir sneyddar raunhæfu inntaki. Þeir láta sér nægja að njóta verksins áreynslulaust, en kjósa samt það hafi svo mikið sveifluafl að það geti valdið fiðringi í augn- frumunum. Þeir sem nota hinn varanlega kvarðann reyna að sjá gegnurn hversdagshjúpinn. Þeir leitast við að brjótast inn að kjarnanum, því sem skiptir máli. Þeir skoða eins og undrandi börn þar sem allt er nýtt og óvænt, allt að vinna, leggja áherzlu á sköpunarmátt mannsins, umboð hans á jörðunni. Enda þótt maðurinn skipi öndvegi í hugmyndafræði nútímamálara, er langt frá því að þeir afneiti náttúrunni eða valdi hennar. Hugur þeirra á þvert á móti styrkar rætur í frjórri mold hennar. Hætt er við að hann 34 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.