Birtingur - 01.01.1959, Side 38

Birtingur - 01.01.1959, Side 38
veslist upp, ef teng-slin við hana slitna. Hins vegar er krafa málarans að taka ekki við áhrifum hennar ómeltum. Málarinn skoðar náttúruna með cðrum hætti í dag en gert var fram til þessa. Á sama hátt og hann hefur öðlazt nýjan kvarða á manninn, hefur hann öðlazt nýjan kvarða á nátt- úruna. Á sama hátt og menn álitu nútímalistina hafna manninum, héldu menn hana hafna náttúrunni. Er við skoðum náttúruna gegnum verk nú- tímans, skiptir höfuðmáli að beita réttri sjón. Fyrir hið innra auga, sem vaknað hefur í hinum unga málara, sér hann margt sem enginn gaf gaum áður. Við nærgöngult augnatillit sér hann inn í börkinn á bol trjánna, hugur hans er skyndilega horfinn innan urn óendanlega tilbreytingarrík form og blæbrigði, haf að sigla í leit nýrra landa. Hann stendur að kvöldi niðri við sjó eða vatn, og bíður þess að bylgju- fallið verði nægilega mjúkt til þess að ljósið sem eftir er í hvolfinu geti leikið við það. Hann sér þá að ljósglitið, sem hvað mest hreif óvön augu, hveifur. 1 stað þess uppgötvar hann þúsundir forma einsog reik- ular hugsanir í fæðingu eða dauða. Gangi hann eftir malbikuðu stræti, tekur hann skyndilega eftir því einn góðan veðurdag að gatan hefur breytzt. Það opnast fyrir honum nýir heimar. I fyrstu svíður hann í iljarnar við gönguna, en áður en hann veit af hefur hann svifið inn á nýtt svið. Brotin í malbikinu verða vinir hans, ristarnar öðlast andlit, og skýjaðar myndir þess draga hann langar leiðir. Gatan og hann verða eitt. I stórborg er slík vinátta lífæð hans. Náttúran er ekki framar eitt- hvað óviðkomandi þarna úti, einangrað eins og þornað fræ, heldur lifandi samstæð heild, hluti af málaranum, og hann veit ekki lengur hvort hann er þarna úti eða þetta þarna úti er hann. Nútímamálari álítur eftir nákvæma rannsókn á tækni sinni, ekki í orði heldur verki, að hann hafi leyfi til þess að skipa formum og litum á strig- ann eftir eigin vild, þar sem þau birtast á fletinum fyrst og fremst fyrir átak hans. Þetta er ekki sama og að segja, einsog sumir álíta þó, að það sé gert samkvæmt heimsku hans eða leti, heldur er það gert eftir því sem samvizka hans, gáfur og vilji bjóða honum. Likingin hefur stað- ið í forgrunni um undanfarnar aldir, byggingin í bakgrunni. Hvort- tveggja er mótstaða sem málarinn verður að vinna, áður en hann getur fengið hugsun sinni búning. I dag hefur líkingin vikið úr öndvegi, byggingin skipar fyrsta sæti. Margir halda, að þess vegna sé öll mót- staða horfin úr listinni og hver geti leikið sér að því að skapa mynd. En það er öðru nær. Krafan um byggingu í málverki er jafn veigamikil, ef ekki veigameiri en krafan um rétta eftirmynd. Það er engu vanda- minna að fullnægja því boði en hinu, sem lýtur að eftirmyndinni. Spyrj- ið byggingameistarann hvort það valdi honum ekki örðugleikum að skipa herbergjum, gluggum, hurðum, breidd og lengd, í samstæða heild. Ekki líkist þó hús neinu. Þótt hin forna mótstaða, er fólst í eftirlíkingu 36 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.