Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 41
Geir Kristjánsson: I Leikhús-annáll Húmar hægt að kveldi eftir Eugene O’Neill Leikstjóri Einar Pálsson Þjóðleikhúsið Þettá er eitt af beztu leikritum hins mikla ameríska leikskálds, skrifað með blóði og tárum eins og hann hefur sjálfur komizt að orði. Það fólk sem hann sýnir okkur á sviðinu er faðir hans, móðir og bróðir og hann sjálfur, og leikritið gerist allt á einum löngum degi í ágúst 1912. Sviðið er ætíð hið sama leikinn á enda, dagstofa í sumarhúsi Tyrone-fjölskyld- unnar. Faðirinn, James Tyrone, er frægur leikari sem á yngri árum var efnilegur Shakespeare-leikari, en hefur af fégræðgi svikið köllun sína með því að leika alltaf sama hlutverkið í vinsælum reyfaraleik, þangað til svo var komið að hann gat ekki leikið neitt annað. (James O’Neill, faðir leikskáldsins, eyðilagði sig á sama hátt með því að leika um árabil í Greifanum af Monte Cristo.) Minningar um örbirgð í uppvextinum hafa gert hann sjúklega nízkan, og sá ótti, að hann kunni að lenda aftur í sömu örbirgðinni, skilur aldrei við hann. Þessi nízka kemur í leikritinu eins fram í orðum hans og klæðaburði og sömuleiðis í því, hvað honum er óljúft að láta loga ljós í húsinu meira en minnst verður komizt af með. („there’s no use making the Electric Company rich“) Þegar það verður uppvíst, að yngri sonurinn Edmund, hið upprennandi skáld sem flækzt hefur um heiminn í siglingum, er orðinn veikur af tæringu og þarf á heilsuhæli, þá er það veigamikið atriði að kostnaðurinn sé „within reason“. Nízka hans hefur einnig ráðið því, að hann valdi konu sinni fyrir mörgum árum ódýran skottulækni sem varð til að gera hana að morfínista. Þegar leikurinn hefst er hún nýkomin af sjúkrahúsi, og feðg- arnir vona, að í þetta sinn takist henni að hætta, en baráttan verður henni ofviða og þegar á daginn líður, fellur hún aftur fyrir eitrinu. Þokan sem situr um þetta ömurlega sumarhús gleypir það á ný. („It hides you from the world and the world from you ... No one can find or touch you any more.“) I leikslok er hún horfin svo langt inn í þoku eiturvím- unnar, að hún er aftur orðin unga stúlkan í klausturskólanum sem lék á píanó og ætlaði að verða nunna. Og allt sem síðan hefur gerzt, hvað var það? „Yes, I remember. I fell in love with James Tyrone and was so happy for a time.“ Á þessu endar leikritið. Eldri sonurinn James, svallarinn, eiturtungan og fúleggið í fjölskyldunni, Birtingur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.