Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 42
er jafnvel ekki spilltari en svo, að hann lætur sig dreyma um að rísa upp úr feninu, ef móðurinni tekst það. („She thinks I always believe the worst, but this time I believed the best ... I’d begun to hope, if she’d beaten the game, I could, too.“) Nú á hann enga ærlega taug, nema að þykja vænt um bróður sinn, Edmund, sem hann hælir sér af að hafa alið upp, og þó — „The dead part of me hopes you won’t get well.“ Þetta leikiit ættu sem flestir að sjá, jafnvel þótt sýningin í Þjóðleikhús- inu hefði átt að geta verið betri. Það virðist t. d. skorta nokkuð á, að leikritið sé nógu vel æft. Valur Gíslason leikur James Tyrone og gæti verið næstum hvaða mannpersóna önnur en einmitt James Tyrone. Það er mjög erfitt að liugsa sér, að hann hafi nokkurn tíma verið þetta mikla „matinée idol“ sem hann er sagður hafa verið í leiknum. Arndís Björnsdóttir leikur móðurina Mary. Það er mjög erfitt hlutverk, og leikur hennar er dálítið stirðlegur, einkum frarnan af, en lokaatriðið gerir hún vel. Róbert Arnfinnsson leikur eldri bróðurinn, Jamie, og er mjög trúverðugur í því hlutverki. Atriðið, þegar hann kemur fullur heim úr hóruhúsinu eftir að hafa miskunnað sig yfir feitu Fjólu leikur hann prýð- isvel, enda kynnumst við þá manngerðinni til fulls. Bíræfið er þó af leik- stjóranum að láta hann príla upp á stól eða borð í því ástandi til að skrúfa niður perurnar í ljósakrónunni. Það stendur heldur hvergi í frum- textanum, að hann framkvæmi þá jafnvægisraun. Yngri bróðurinn Ed- mund (höfundinn), leikur Erlingur Gíslason þokkalega og án stórra afglapa. Lítið er það samt í leik hans sem sýnir hið verðandi skáld. En bæði bitnar stytting leikritsins á þessu hlutverki og eins er þessi persóna frá höfundarins hendi óljósari en hinar. Kristbjörg Kjeld leikur vinnukonuna, Cathleen, því miður, eins og hún sé að herma eftir heimskri vinnukonu, en ekki leika hana. Á þýðinguna skal enginn dómur lagður, þar sem ekki hefur verið hægt að fá hana lánaða til að bera saman við frumtexta. Þó verður ekki hjá því komizt að skammast útaf nafninu. Það er í engu samræmi við efni og anda leiksins. Tilgerðin er jafnvel svo mikil, að þetta hefur endilega þurft að vera að kveldi, en ekki kvöldi. Túskildingsóperan eftir Bertold Brecht Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson Leikfélag Reykjavíkur Um þessa sýningu er hægt að vera stuttorður. Hún minnir ekki fyrir tú- skilding á Túskildingsóperu Brechts, nema hvað lögin eftir Kurt Weill 40 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.