Birtingur - 01.01.1959, Page 49

Birtingur - 01.01.1959, Page 49
Magnús Torfi Ólafsson: Boris Pasternak Ári áður en Boris Pasternak hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels var hann að kalla ókunnur utan Sovétríkjanna, nema meðal þess tiltölulega fá- menna hóps sem fylgist með helztu ljóðskáldum samtímans með fram- andi þjóðum eða leggur stund á slavneskar bókmenntir. Birtingarsaga frumsmíðar Pasternaks í skáldsöguformi, Sívagó læknis, sem hann samdi á sjötugsaldri, verðlaunaveiting Sænsku akademíunnar og fárán- leg viðbrögð framámanna Sovézka rithöfundasambandsins og blaða í Sovétríkjunum, gerðu í sameiningu Pasternak frægan í einu vetfangi heimshornanna milli. 1 öllu því sem ritað hefur verið og rætt um Pasternak seinasta misserið hefur mest gætt útlegginga á Sívagó lækni, en lífsferill skáldsins og störf fyrstu sex áratugi ævinnar hafa frekar legið í láginni. Skáld- sagan er til á málum allra nágrannaþjóða okkar og íslenzk þýðing hefur verið boðuð, svo að hver sem vill nnm eiga þess kost að kynnast henni af eigin reynd. Hér verður því látið við það sitja að rekja helztu ævi- atriði Pasteinaks cg drepa á þau verk, sem lögðu grunninn að heims- frægð hans, en verða víst seint metsölubækur um hálfan heiminn. Boris Pasternak fæddist í garði Lísíns við Arsenalgötu í Moskvu 29. janúar 1890 eftir gamla stíl, scm þá gilti enn í Rússaveldi. Foreldrar hans voru Leóníd Ossopovitsj Pasternak og Rósa fædd Kaufman. Þau voru bæði af gyðingaættum cg hámenntaðir listamenn, hann málari en liún píanóleikari. Pasternakhjónin voru ekki efnuð, heimili Borisar fyrstu æviárin var í heldur fátæklegu hverfi, þar sem verkamenn, betlarar og fátækir pílagiímar, komnir að vitja helgistaða Moskvu, settu svip á götulífið. Þegar Boris var fjögurra ára fluttu foreldrar hans búferlum í embættis- íbúð kennara við myndlistarháskólann nærri miðbiki borgarinnar. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, tveggja sona og tveggja dætra. Á heimili Pasternakhjónanna var gestkvæmt, einkum sóttu þangað lista- menn og skáld. Ein fyrsta bernskuminning Borisar er að hann vaknaði af svefni við tónlist í dagstofunni. Hann brast í ákafan grát, ekki vegna þess að hann yrði hræddur, heldur vegna þess hve tónlistin fékk á hann. Þegar móðir hans kom að hugga hann, sá hann gegnum rifu milli dyratjalda aldraðan mann með mikið skegg, heiðursgestinn á þessu tónlistarkvöldi. Það var skáldið Leo Tolstoj, en Leóníd Pasternak Birtingur 47

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.