Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 52

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 52
um stúdentskjörum. Rétt áður en systurnar áttu að halda áfram til Berlínar, bað Boris Pasternak stúlkunnar sem hann elskaði. Hann fékk hryggbrot. Utan við sig fylgdi hann systrunum á brautarstöðina. Þar gat hann ekki fengið af sér að kveðja þær í tæka tíð, stökk svo upp í lestina til að þrýsta hendur þeirra um leið og hún var að leggja af stað, en komst ekki niður aftur. Hann varð að fara með til Berlínar eins og hann stóð. Boris reikaði um götur stórborgarinnar fram á nótt, fékk lengi vel hvergi inni berhöfðaður, yfirhafnarlaus og með engan farangur, en tókst loks að komast undir þak á svefnstað umrenninga. Hann vaknaði fyrir allar aldir og fór undir bert loft. Þegar hann leit í kringum sig, var hryggð gærdagsins sópað brott. Heimurinn hafði ummyndazt með- an hann svaf. Húsin, göturnar, tién, himinninn, fuglarnir, allt hafði tekið á sig nýja og ferska mynd, hvert smáatriði náttúrunnar var óendanlega fagurt og merkilegt. Þessa nótt tók skáldæð Borisar Pasternaks að streyma. Fyrsta verk hans eftir komuna til Marburg var að loka heimspekirit- unum og stafla þeim út í horn. Þegar því var lokið barði húsmóðirin að dyrum. Hún færði leigjanda sínum bréf og nafnspjald. Bréfið var frá kunningjum frá Moskvu, sem voru staddir í Frankfurt og buðu Boris þangað að vera með sér nokkra daga. Á nafnspjaldinu bauð prófessor Cohen nemanda sínum til miðdegisverðar á sunnudaginn. Þetta var mesti heiður, sem heimspekistúdent í Marburg gat hlotnazt. Rússneski stúdentinn hafði varla þorað að vona, að sér yrði auðið að komast í þann hóp útvalinna, sem fékk að hlýða á borðræður hins mikla manns. Boris spurði húsmóður, hvaða dagur væri. Það var laugardagur. Hann fór rakleitt til Frankfurt og var með löndum sínum yfir helgina. Prófessor Cohen hafði hvatt Pasternak til að ljúka doktorsprófi í Marburg, en þegar kennslumisserið var á enda hélt hann suður á Italíu. Afgangurinn af farareyri móður hans hrökk suður til Feneyja og Flórens. Þar hitti hann foreldra sína og hélt heim með þeim. Næsta vetur lauk hann heimspekiprófi við Moskvuháskóla, en fremur af skyldu- rækni en áhuga. Eftir nóttina góðu í Berlín tók Pasternak að yrkja. Ljóðlistin hafði fyrst hrifið huga hans fyrir alvöru nokkrum árum áður, þegar hann var á ferð í sömu borg með foreldrum sínum, og kynntist ljóðum Alex- anders Bloks, meistara rússneskra symbólista. Honum fundust ljóð Bloks líkust því að borgin eða náttúran töluðu sjálfar, en ekki fyrir munn neins einstaks. Annað skáld, sem hafði djúp áhrif á Boris Paster- nak á unga aldri, var Bæheims-Þjóðverjinn Rainer Maria Rilke. Þegar Rilke kom til Rússlands að heimsækja Tolstoj, kynntist hann Leóníd Pasternak, sem málaði hann og átti við hann bréfaskipti. Boris datt af 50 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.